Skip to main content
FundargerðirStjórn

6. Stjórnarfundur 2022

By 14. júní, 2022september 21st, 2022No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Bjarndís, Óli Alex, Vera, Þórhildur, Daníel (framkv.stj.), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Tinni (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 17:03.

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Síðasta fundargerð hefur þegar verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.

2. Ungmennaráð

Tinni frá ungmennaráði segir að þau langi til að vera með listamarkað eða annan viðburð á Hinsegin dögum. Stjórn fagnar þeirri hugmynd og bendir á að hafa samband við Hinsegin daga. Þá vilji ungmenni gera plaköt til að vekja athygli ungs fólks á ráðgjafastarfsemi Samtakanna. Stjórn stingur upp á samstarfi við félagsmiðstöðvar um þetta með haustinu.

3. Samtökin á Hinsegin dögum

Stjórn ræðir þátttöku Samtakanna í gleðigöngunni á Hinsegin dögum. Stjórn samþykkir að fela félagaráði þetta verkefni.

4. Fundir í sumar

Stjórn ræðir fundarhöld í sumar. Stefnt er að næsta stjórnarfundi í ágúst nema eitthvað komi upp.

5. Pistill frá Daníel um starfsfólk og fjármál

Daníel fer yfir stöðuna. Á skrifstofu er mikið að gera sem fyrr. Samtökin stækka og nýir ráðgjafar og fræðarar eru að bætast við og fleiri góðar fréttir sem stjórn fagnar. Daníel vill beita sér fyrir því að Samtökin verði fullfjármögnuð á fjárlögum og ætlar að funda með forsætisráðherra á næstunni.

6. Önnur mál

Daníel flytur tíðindi af kjarakönnun BHM. Fyrsti fasi könnunarinnar er tilbúinn. Annar fasi verkefnisins verður stærri könnun sem verður sett í loftið von bráðar.
Bjarndís minnir á kynninguna á Einni sögu, einu skrefi 25. júní nk. í Skálholti og hvetur stjórnarliða til mætingar.
Sigurgeir frá skrifstofu kemur á fundinn og segir frá sumarhátíð á bílaplaninu við Suðurgötu 23. júní nk. Stjórn ræðir ýmsar hugmyndir þar að lútandi.

7. Trúnaðarmál

Trúnaðarmál rætt. Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið: 18:03.