Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

6. Stjórnarfundur S78 29.05.2013

By 26. júní, 2013mars 6th, 2020No Comments

6. Stjórnarfundur S78 29.05.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi)

Fjarverandi: Örn Danival Kristjánsson

 

Fundur settur: 20.05

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2.  SAMTAKAMÁTTURINN

 

 • APS fer yfir helstu mál sem eru í vinnslu vegna Samtakamáttarins.

 • Dagskrá sem fer út þarf að klárast. Fréttabréf með því (Siggi og ÁG).

 • Borðstjórar ræddir.

 • Handrit fundarstjóra þarf að klárast (ÁG og APS).

 • Mál Martins rætt, og hvernig það tengist inn á fundinn.

 • Skreytingar og undirbúningur á sal byrjar á fös milli kl.16-17.

 • Borðstjórafundur kl.17.30 á fös.

 • Passa að nógu margir komast bæði fyrir fundinn og verði til taks á meðan á honum stendur. Mæting í kringum kl.11.30 á lau.

 • Móttaka og skráning, þarf að ákveða hversu margir verða í því.

 • Ungliðar S78 í hlauparahlutverk. Þarf að biðja þá um að taka þátt. Eða annars ákveða einstaklinga í hlauparahlutverk.

 • Dagskráin rædd, APS og ÁG klára dagskránna seinna. Siggi mætir með tónlist fyrir móttökuna.

 • Skipulagið varðandi skráningu á fundinn rætt, en það verður ákveðið nánar á föstudaginn. Siggi mun athuga möguleikann á því að fá lánaðar tölvur. ÁG skoðar ráðhúsið á morgun og gerir úttekt á stöðunni.

 • ÁG búinn að heyra í mörgum varðandi borðstjórn. Trúnaðarráðið er tilbúið að vera með. Hilmar Mag, Atli Fanndal, Matti Matt, Karítas eru rædd sem mögulegir borðstjórar. APS og ÁG senda póst á hópinn varðandi ‘þjálfun’.

 • Erum með 12 átta manna borð. Svo er hægt að bæta við á borðin og fjölga borðum.

 • Mál Martins hælisleitanda enn óljóst. Martin boðið á fundinn. Þarf að útbúa áskorun og undirskriftalista sem mun ganga um salinn. Fundarstjórar munu kynna málið og líka að það mun vera farið með listann til ráðherra (í næstu viku). ÁG og APS setja þetta inn í handrit fundarstjóra. Spurning um að fá Amnesty til að tilnefna manneskju sem sér um að fara með undirskriftalista á öll borð og fá undirskriftir, Örn hefur samband við þau.

 • ÁG ætlar að taka stöðuna á ráðhúsinu og athuga hvað þarf mikið af fólki í hinar og þessar stöður.

 • Athuga með barnapössun, það þarf að hringja í Auði Emils.

 

3.  Hinsegin hátíð

 

 • Haffi Haff kynnir, ljósmyndari og syngur. Dísa Heiðars syngur. Dúettinn Eva, Halla Himintungl, Hinseginkórs félagar.

 • Fordrykkur í vinnslu.

 • GHG og Villi taka skreytinguna fyrir.

 

4. Önnur mál  

 

 • Trúnó leggur til facebook bombi kl.21. annað kvöld fyrir Samtakamáttinn.

 • Villi leggur til facebook bombi í kvöld fyrir Hinsegin hátíðina.

 • SAS, Örn, Siggi og Ugla funda saman á fös og svo með læknateyminu sem sér um leiðréttingarferli trans fólks n.k. mánudag.

 • ÍÆ fundur hjá Guðrúnu og APS til að taka stöðuna.

 • Villi er að fara í 2 mán til Vopnafjarðar um miðjan júní.

 • Þarf að skoða sumarfrí ÁG.

 

Fundi slitið: 22.02.
Næsti fundur verður: 12.06.2013 kl.20.00.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir.

Leave a Reply