Skip to main content
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur 2016

By 26. apríl, 2016mars 26th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Unnsteinn og Ugla Stefanía.
Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir og María Helga Guðmundsdóttir.
Forföll boðuðu: Kitty Anderson og Ásthildur Gunnarsdóttir.

Ár 2016, þriðjudaginn 26.4 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir

Stjórnarfundur 26. apríl

1.Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar hefur verið færð inn í sameiginlega möppu, framkvæmdastýra les upp fundargerð og er hún samþykkt.

2.Vikan sem var-vikan framundan

Í síðustu viku var fundað með nokkrum aðilum sem voru ósátt við framkvæmd aðalfundar og atkvæðagreiðslu á félagsfundi, og báru þau upp yfirlýsingu sem 8 manns höfðu undirritað. Þar var áskorun til stjórnar að endurtaka aðalfund og boða til aðalfundar í haust þar sem kosið yrði aftur til stjórnar.

3.Næstu skref í BDSMgate

Á mánudag var fundað með fulltrúum hagsmunafélaga þar sem skoðanir félaga voru reifaðar varðandi næstu skref í málinu og viðbrögð við þeirri óánægju sem margir hafa lýst yfir. Þann fund sat fólk úr hverju hagsmunafélagi einn eða fleiri og umræður voru góðar. Ekkert félag studdi vantraust á stjórn en skiptar skoðanir voru innan allra félaga um hagsmunaaðild BDSM Ísland.
Næsti fundur er trúnaðarráðsfundur á fimmtudag og þar munum við ræða þessi mál enn frekar og í kjölfarið á því munum við svara áskoruninni formlega. Umboð stjórnar var staðfest á síðastliðnum félagsfundi með uþb 80 prósent, en til þess að fá stjórn til að víkja þurfa að berast 15 undirskriftir þar sem félagsfundar yrði krafist og vantraust tekið lagt til atkvæðagreiðslu. Næstu skref verða ákveðin í kjölfar fundar með trúnaðarráði.

4.Hrefna nýr starfsmaður í ungliðunum kynnir sig fyrir stjórn.

Hrefna er tómstunda og félagsmálafræðingur að mennt og sérhæfir sig í börnum og unglingum, og hefur reynslu af fjölbreyttu starfi með þeim aldurshópi. Hún hefur unnið með krökkum í neyslu, nýbúum og fleira svo hún hefur komið afar víða við. Hún segist afar spennt fyrir starfinu. Auður mun taka fund í beinu framhaldi með Hrefnu og setja hana enn betur inn í starfið. Þetta er angi af því að við viljum fagvæða samtökin og koma starfinu inn á það faglevel sem við viljum vera á. Fyrst og fremst snýst þetta um öryggi barnanna en einnig að vernda starfsfólkið svo það sé allt faglegt og ekkert á gráu svæði.

5.Önnur mál:

Hinsegin dagar

Auður heyrði aftur í hinsegin dögum varðandi opnu Samtakanna í tímariti hinsegin daga og Ásta Krstín sem situr í stjórn hinsegin daga stakk upp á að við myndum skrifa um fræðsluna og um ráðgjöfina. Ákveðið er að við reynum að poppa þá umfjöllun upp með viðtali við jafningjafræðara eða fólk sem hefur nýtt sér ráðgjöfina eða eitthvað slíkt.

ESB styrkur

Í vetur hafði samband við okkur fyrirtæki sem sérhæfir sig í að halda námskeið fyrir frjáls félagasamtök. Þetta eru námskeið í stjórnun og fleiru sem við kemur starfsemi frjálsra félagasamtaka.
Fyrirtækið sem um ræðir aðstoðar félög við að sækja um á slík námskeið.
Auður sótti um með þeirra hjálp um styrk á námskeið fyrir framkvæmdastýru, alla stjórnina, þrjá ráðgjafa og lögfræðing. Námskeiðin eru haldin í Hollandi, Austurríki og Danmörku.
Styrktarbeiðni var samþykkt fyrir tvo aðila, einn starfsmann og einn annan. Annaðhvort starfsmaður og annar með á sama námskeið, eða að hinn aðilinn fer á annað námskeið. Auður er að glöggva sig á næstu skrefum, hvernig er valið á námskeiðin osfrv. Námskeiðsgjöldin eru um 100 þúsund en styrkurinn greiðir bæði þann hluta, flug osfrv. Upp kemur sú hugmynd á fundi að senda ráðgjafa í staðinn fyrir að senda stjórnarmeðlim enda er inni í samning þeirra að við munum leggja okkur fram um að veita þeim endurmenntun. Það verður haldið sérstakt námskeið 17. Maí um hvernig er tekið á móti svona styrkjum og Auður mun væntanlega sitja það.

Umsögn fyrir Betri Reykjavík

Auður er að gera umsögn um kynlaus klósett og klefa sem kom inn á betri Reykjavík og þegar hún er að klárast mun hún leggja hana fyrir stjórn.

Fundi slitið 12:58

Leave a Reply