Skip to main content
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur 2017

By 8. júní, 2017mars 11th, 2020No Comments

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Kitty Anderson – KA, alþjóðafullrúi (Skype). Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Helga Baldvins- Bjarnadóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 8. júní 2017 var haldinn fundur á Suðurgötu 3 kl. 17:25.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17.25

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 6. fundar samþykkt.

2. Af félagsfundi

Farið stuttlega yfir fundinn og næstu skref.

Farið verður í að safna saman þátttakendum í starfshópum. MHG setur upp lista yfir þá sem þegar hafa skráð sig, SJG setur upp Google Form til að skrá sig rafrænt og HBB krækir því við fréttabréfið.

Fundargerð félagsfundar má finna hér

3. Mögulegt samstarf við Endurmenntun um hinsegin námskeið

SR fer á fund með Endurmenntun og skipuleggur samstarf.

4. Umræða um GLSEN könnun

Könnunin er tilbúin. Vegna dreifingar á könnuninni mun SR leita styrkja vegna verðlauna fyrir þátttöku. Samþykkt að ef engir styrkir berist muni Samtökin ‘78 kaupa verðlaun fyrir í mesta lagi 10.000 kr. úr eigin vasa.

Sólveig Rós gengur af fundi 18:00

5. Umræða um erindi frá Eyju M. Brynjarsdóttur um umsókn í RANNÍS fyrir rannsóknir á jaðarhópum

Samþykkt að Samtökin ‘78 verði samstarfsaðilar í verkefninu. ML verður tengiliður stjórnar vegna verkefnisins.

6. Staða mála hjá sögusýningarhópnum

ML kynnir stöðu sögusýningar. Búið er að skila hugmynd til Þjóðminjasafnsins vegna hinsegin leiðarvísis.

7. Húsnæðismál – næstu skref í viðhaldi á veggnum

Norðurveggur ráðgjafaherbergis lekur enn. Vegginn þarf að klæða að utan. Samþykkt að klæða vegginn í lok sumars og næstu skref rædd.

8. Mál og kyn, ráðstefna

MHG og fleirum hefur verið boðið að taka þátt í málstofu um hinsegin orða- og málnotkun á 10. norrænu ráðstefnunni um mál og kyn á Akureyri 20.-21. október næstkomandi. Flug og gisting verða greidd af aðstandendum ráðstefnunnar.

Samþykkt að MHG taki þátt fyrir hönd Samtakanna ‘78. Líklegt þykir að fleiri aðilar Samtakanna muni mæta og þá er hægt að samnýta ferðina og halda vinnustofur með HIN Norðurlandi.

9. Viðbrögð við erindi vegna aðkomu að viðburði

HBB tekur að sér að fylgja fyrirspurninni eftir.
Önnur mál

10. Uppsögn framkvæmdastýru

HBB tilkynnir uppsögn sína. Stjórn þakkar henni kærlega gott starf.

11. Samstarf Samtakanna ‘78 og Skátanna vegna regnbogakaffihúss á alheimsmóti skáta 27. júlí – 2. ágúst

ÁBB og GSV í samstarfivið jafningjafræðarana munu ræða við skátahreyfinguna. Ræðum sérstaklega við Andreu Dagbjörtu og SR.

12. Kóramótið Various Voices hugsanlega til Reykjavíkur 2020

Hinsegin kórinn í samstarfi við Pink Iceland leitast við að halda Various Voices í Reykjavík. Samþykkt að Samtökin ‘78 styðji þetta framtak kórsins og stefnt að því að skoða möguleikann á því að S78 haldi hinsegin fræðslu sem hluta af dagskrá mótsins.

13. Úrvinnsla úr Samtakamættinum

Enn er
eftir að koma niðurstöðum úr Samtakamættinum á rafrænt form til varðveislu og frekari vinnslu. SJG skipuleggur viðburð til þess.

14. Hinsegin dagar og húsnæðið

MHG hefur sent Hinsegin dögum beiðni um staðfestingu vegna nýtingar húsnæðis Samtakanna ‘78 á Hinsegin dögum.

Fundi slitið 18:50

Leave a Reply