Skip to main content
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur 2019

By 22. ágúst, 2019apríl 29th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Rúnar Þórir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson, Edda Sigurðardóttir (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Rósanna.
Marion kemur á fund 17:47
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir

Fundur settur: 17:13

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Ritari les fundargerð síðasta fundar. Fundargerð samþykkt.

2. Ráðstefna ILGA Europe

Frá S78 var ráðgert að fjórir færi. Rætt um fjárhagsstöðu S78 vs. mikilvægi þess að ná að fara á sem flestar málstofur etc.

Rósanna, alþjóðafulltrúi kemst ekki. Eining um að formaður og framkvæmdarstjóri fari fyrir S78. Vilji fleiri fara er möguleiki að greiða ráðstefnugjald fyrir 1-2 í viðbót. Marion fer á eigin vegum en S78 borga fyrir hana ráðstefnugjald.

3. Afmælisrit

Staðan er nokkuð góð. Ritið mun koma út í haust þó svo að nákvæmur útgáfudagur sé ekki kominn. Hafdís Erla nefnir að gaman væri að gefa ritið út í samhengi við lítið málþing, t.d. um bleikþvott. Formaður nefnir að félagsfundur að hausti gæti verið vettvangur fyrir slíkt. Samþykkt að stefna á 2. nóvember, á félagsfundi.

4. Félagsfundur að hausti

Hugmyndir að dagskrá/erindum rædd. Hugmyndir tengdar kynslóðabilum/samtal milli kynslóða.

Rósanna, Edda og Bjarndís taka að sér undirbúning félagsfundar ásamt starfsmanni (Daníel).

5. Fagráð v/aðgerðaráætlunar gegn ofbeldi

Daníel og Unnsteinn taka að sér að setja saman hugmyndalista með nöfnum sem borin verður undir stjórn á næsta fundi.

6. Mótmæli vegna komu Mike Pence

Þorbörg fer á fund með félagi hernaðarandstæðinga. Rætt hvort S78 eigi að taka þátt í fjöldamótmælum eða mótmæla á eigin forsendum. Eining um að mótmæla saman en samt á eigin forsendum.

Smiðja fastsett föstudaginn 30. ágúst. Unnsteinn verður tengiliður við stjórn v. þessa.

7. Heiðursmerki 78

Verður veitt Guðrúnu Ögmundsdóttur. Rætt um að auglýsa fyrirfram hverjum verður veitt þetta merki. Stefnt á sunnudaginn 15. september. Athuga með að finna gott venue. Unnsteinn verður tengiliður við stjórn v. þessa.

8. Goðsagnaverkefnið: Erindi frá ReykjavíkurAkademíunni

Misjafnar skoðanir innan stjórnar um þátttöku í þessu verkefni en þar sem sumir hafa áhuga verður sóst eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

9. Hinsegin dagar

Ákveðið að geyma þessa umræðu fram að vinnufundi n.k. sunnudag.

10. Önnur mál

Formaður hvetur stjórn til þess að mæta á opnun sýningar Sólu í Gallerí 78 n.k. laugardag. Stjórn fagnar því hve metnaðarfullt starf er unnið í Gallerí 78. Mikill áhugi fyrir opnuninni hjá stjórn.
Rætt um að hafa málþing sérstaklega um bleikþvott og þá sem allra fyrst, væri gott að fá hlutlausan fræðiaðila. Taka umræðuna frá hinu persónulega. Ákveðið að taka málið frekar fyrir á seinni stjórnarfundi.
Umræða um mótmælin í kringum hinsegin daga. Mikilvægt að hugsa hvernig má nálgast þetta samtal svo allir séu meðvitaðir um það sem er að gerast í hinsegin samfélaginu.
Samþykkt að koma atvikaskráningu sem allra fyrst á vefsíðu S78
Rætt um að vera með stuðningshóp fyrir hinsegin aktivista og fleiri. Daníel og Bjarndís skoða hvaða format gæti hentað
Rósanna spyr hvort farið verði að hringja út v. regnbogavina. Daníel staðfestir að eitthvað slíkt verði gert en þurfi að gaumgæfa hvernig farið verði að vegna nýrra persónuverndarlaga.

Fundi slitið: 19:15