Viðstödd eru: Þorbjörg, Andrean, Agnes, Þórhildur, Bjarndís, Daníel (framkvæmdastjóri) og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir
Fundur settur: 16:15
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Samþykkt samhljóma
2. Húsnæðismál
Húsnæðismálin sniglast áfram. Það er byrjað að gera við gangstéttina fyrir utan Suðurgötuna og Daníel ætlar að skoða hvort að borgin sé mögulega skaðabótarskyld gagnvart okkur varðandi skemmdirnar sem urðu út frá lögnunum þar undir.
Málarinn er búin að mála kjallarann og er að halda áfram með restina af rýminu á dögunum.
Daníel er hóflega bjartsýnn og vonast til að við getum byrjað að flytja starfsemina aftur inn á Suðurgötu fyrir lok september.
3. S78 í kringum kosningar
Kosningakvarðinn er í vinnslu. Bjarndís er búin að vera að fara yfir heimasíður og stefnur flokkana til að meta hvernig þau standa í hinsegin málum.
Staðan er frekar léleg en hinsegin málefni virðast hafa gleymst hjá mörgum flokkum í ár – jafnvel hjá þeim flokkum sem hafa reynst góðir ‘allies’ í hinsegin málefnum í gegnum árin.
Niðurstöður þessarar vinnu verða kynntar á viðburði í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 9. september 2021.
4. Hinsegin félagsmiðstöð
Hinsegin félagsmiðstöðin opnar aftur á þriðjudaginn, 7. september.
Hrefna og Daníel sendu harðort bréf á yfirvöld að krefjast meira fjármagns í félagsmiðstöðina í vikunni og bíða svara.
Tjörnin frístundamiðstöð veittu félagsmiðstöðinni neyðarstyrk og er verið að vinna í því að ráða inn auka starfsmann á opnanir.
5. Félagsfundur
Stefnum á félagsfund 30. október kl. 14:00 og Halloween partý um kvöldið!
Mögulegt umræðuefni: Ofbeldi í hinsegin samböndum. Mögulegur fyrirlesari: Svandís Anna
Fundi slitið (tímasetningu vantar)