Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur 2022

By 12. ágúst, 2022september 21st, 2022No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Bjarndís, Mars, Óli Alex, Daníel (framkv.stj.), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Elliot (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs)
Fundargerð ritar: Mars Proppé
Fundur settur: 18:01.

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Síðasta fundargerð hefur þegar verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.

2. Opinn liður ungmennaráðs

Ungmennaráðsfulltrúi segir frá því hvernig hefur gengið að undirbúa og gera Hinsegin daga. Allt gekk að óskum.

3. Hinsegin dagar og Gleðigangan retrospect

Rætt er um framkvæmd Gleðigöngunnar. Stjórn og framkvæmdastjóri taka saman ábendingum til skrifstofu fyrir næsta ár. Stjórn er almennt mjög ánægð eftir hátíðina og vonar að Pride Center með kaffihúsi verði árlegur viðburður.

4. Fyrirtæki eftir Pride og styrkir

Framkvæmdastjóri segir stjórn frá styrkjamálum og framvindu fjármála eftir Hinsegin daga. Stjórn ræðir aðkomu fyrirtækja að fjármögnun Samtakanna og mögulega stefnu í þeim málum. Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um fræðslusamninga sem eru í ferli við sveitarfélög.

Ungmennaráðsfulltrúi víkur af fundi.

5. Trúnaðarmál

Stjórn ræðir trúnaðarmál.

6. Stjórnarfundur á fjöllum

Stjórnarfundi á fjöllum er frestað vegna forfalla.

7. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið: 19:42.