Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Jóhannes, Sveinn, Vera, Guðrún (áheyrnafulltrúi félagaráðs), Daníel (fráfarandi framkvæmdastjóri), Kári (verðandi framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 16:38
1. Hinsegin dagar
Daníel segir að þátttaka Samtakanna í gleðigöngu Hinsegin daga í fyrra hafi tekist vel. Byrja þarf að leggja drög að þátttöku í göngu ársins í ár. Stjórn ræðir. Hrönn, Jóhannes og Vera eru til í að vera til taks fyrir hönd stjórnar.
2. Tímarit Hinsegin daga
Tímarit Hinsegin daga er í undirbúningi. Stjórn ræðir hugmyndir að efni sem Samtökin gætu lagt til ritsins. Bjarndís, sem er ritstjóri tímaritsins, hvetur stjórnarliða til að senda sér hugmyndir.
3. Félagsfólk
Félagar í Samtökunum ’78 eru nú um 1500. Það er gott en mætti vera meira. Stjórn ræðir leiðir til að hvetja fleira fólk til að gerast félagar. Til að mynda úthringingar og auglýsingar á samfélagsmiðlum. Stjórn ræðir líka upphæð félagsgjalda. Stjórn samþykkir að heimila skrifstofu að bæta við valmöguleikum í félagsgjöldum, einni upphæð hærri en 5900 sem og öðrum valmöguleika að setja inn valfrjálsa upphæð, vilji félagar borga enn hærri upphæð.
4. Vinnustofa á félagsfundi
Félagaráði stóð fyrir vinnustofu um inngildingu og aðgengi á nýafstöðnum félagsfundi að vori. Hún tókst mjög vel. Guðrún segir frá vinnustofunni og niðurstöðum hennar. Unnið verður nánar úr þeim á næsta félagaráðsfundi.
5. Önnur mál
Þetta er síðasti stjórnarfundur Daníels sem framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri þakkar fyrir sig og stjórn þakkar honum vel unnin störf.
Fundi slitið: 17:30