Skip to main content
FundargerðirStjórn

7. Stjórnarfundur S78 12.06.2013

By 23. ágúst, 2013mars 6th, 2020No Comments

7. Stjórnarfundur S78 12.06.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Örn Danival Kristjánsson

 

Fjarverandi: Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Anna Pála Sverrisdóttir (APS)

 

Fundur settur: 20.09

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2.  Samantekt frá SAMTAKAMÆTTINUM

 

  • Öll úrvinnsla gagna í gangi, Auður Magga með það á sinni könnu að mestu.

  • Eina sem virtist klúðrast var frágangur, vantaði skýrari svör um hvað við ættum að gera.

  • Einhverjar niðurstöður eru birtar nú þegar á S78 vefsíðunni. ÁG sendir fréttabréf um þetta, einnig að bókasafnið verði lokað í sumar á fimmtudagskvöldum.

  • Siggi spyr hvað Auður Magga sé að gera nákvæmlega. ÁG svarar að hún sé að vinna töflur og gröf, en vitum ekki nánar hvernig aðferðafræði verður notuð.

  • Siggi ræðir möguleikan á því að halda fund með trúnaðarráði til að fara yfir niðurstöður. Spurning hvort það geti gengið í sumar.

  • ÁG leggur til að við leggjum fram málin sem eiga að vera á dagskrá í haust (sem komu úr Samtakamættinum) og að þeir sem hafa áhuga á þeim geti mætt og tekið þátt.

 

3.  ‘No H8’ fundur með MRSÍ

 

  • SAS kynnir verkefnið sem er áætlað.

  • ÁG hefur áhyggjur af línunum, hvaða ‘reglur’ verða settar, hverjir ráða og hvort þetta verði í andstöðu við okkar fólk.

  • Stjórn ákveður að halda áfram í þessu verkefni. SAS og Örn halda áfram og biðja einhvern úr trúnaðarráði um að taka þátt í þessu verkefni með.

 

4.  Fundur S78 og TÍ við læknateymi LSH

 

  • TÍ mun tilnefna manneskju sem verður í trúnaðarstöðu, og eins konar milliliður teymis og samfélagsins. Allar ábendingar, kvartanir, hrós og fleira geti því farið í gegnum þennan aðila.

 

5.  Mannréttindaviðurkenningar S78

 

  • ÁG er tilnefndur af stjórn. Verður ásamt Guðrúnu og Svavari. Siggi og ÁG munu hittast á morgun og afgreiða auglýsingu.

 

6.  Eineltisstefna fyrir Samtökin ‘78

 

  • SAS leggur til að við sníðum stefnu ásamt stefnu um kynferðislega áreitni eftir fyrirmynd annarra.

  • Siggi leggur til að biðja Matta Matt um aðstoð. Hann gæti verið með áætlun sem hægt væri að vinna úr. ÁG mun ræða við Matta og skoða þessi mál. Hann lætur okkur vita hvernig fer.

 

7.  Pride atriði Samtakanna ‘78

 

  • SAS leggur til að við áminnum hagsmunafélög um að gangan sé á næsta leyti. ÁG ætlar að koma því inn í næsta fréttabréfi.

  • ÁG og Örn mjög tilbúnir að skipa nefnd. Þeir munu biðja tvo aðila úr trúnaðarráði.

  • Þarf að pósta inn á fb hópa trúnaðarráðs og stjórnar, minna á pride og biðja um þátttöku og stuðning.

 

8.  Frá Trúnaðarráði

a) Heimasíðumál – trúnó leggur til að hafa samband við fyrirtæki sem geta komið að nýrri heimasíðu. Félagatal er líka í rugli.

 

  • Siggi spyr um peningastöðu fyrir nýrri síðu. Villi segir ekki til peningar í nýja síðu.

  • Siggi ætlar að athuga hvort hægt sé að fá uppfærslu ókeypis, en það þarf að fara að uppfæra kerfið.

  • Vantar manneskju í mikla sjálfboðavinnu eða launaða vinnu sem gæti séð um síðuna.

  • Lagt til að reyna að bæta efni við þegar síðan er uppfærð. SAS vill fá frekari upplýsingar um fræðsluefni og einnig efla ‘coming out’ sögur.

  • ÁG og Villi eru með félagatalið í skoðun.

  • Siggi hefur áhyggjur af því að félagatalið sé í Excel skjali. Raggi hefur talað um gott kerfi fyrir félagatal sem AFS nýtir. ÁG segir vel haldið utan um félagatalið í Excel. Siggi ætlar að heyra í Ragga og athuga verðið á þessu kerfi.

 

b) Þarf að skilgreina hlutverk áheyrnarfulltrúa. Fært á fund þar sem áheyrnarfulltrúi er viðstaddur.

c) Afmælisnefnd – tillaga um að fækka viðburðum, s.s. ekki endilega ná 35.

 

  • Fundur á föstudaginn kl.20 hjá nefndinni. Örn segir marga viðburði á dagskránni. Enginn of stressaður um að halda þetta út. Vinnan er enn í gangi.

  • Siggi spyr um 27. júní. Örn talar um 35 metra langa köku. Fríða leggur til að gefa kökuna á menningarnótt. Afmælisnefndin tekur þetta fyrir.

 

d) Fjölmiðlaumfjöllun um dóminn (‘Kom út úr skápnum og nauðgaði vini sínum’).

 

  • Billi er að skoða það mál. ÁG er í sambandi við hann.

 

e) Kynferðislegt áreiti innan S78 – setja upp ramma um samskipti.

 

  • Afgreitt í lið 6.

 

f) Bókasafnið, áhyggjur yfir lélegri nýtingu. Lögð áhersla á að efla starfið heldur en að minnka.

 

  • Fríða og ÁG búin að funda með Þorvaldi.

  • ÁG ætlar að panta aftur tímarit.

  • SAS spyr hvernig væri að endurvekja bók dagsins á Facebook. Það er eitthvað sem ÁG og Fríða eru búin að ræða, ásamt DVD kynningum. Þorvaldur mun koma að því líka.

  • ÁG ræðir framtíðarsýn safnsins.

 

g) Hinsegin dagar samstarf.

 

  • Þetta þarf að bíða betri útskýringar.

 

9.  Önnur mál

a) Söfnun fyrir Ráðgjöfina á Hinsegin hátíðinni

 

  • Villi segir frá gróða af hátíðinni. ÁG verslar fræðslubækurnar. Ráðgjafarnir hafa nefnt bækur sem væri gott að kaupa. Lagt til að gera þetta að smá atriði, smella mynd og þakka fólki fyrir að mæta og styðja gott málefni.

 

b) Beiðni um alþjóðlegt samstarf um unga hinsegin listamenn

 

  • ÁG útskýrir að það kom ósk frá Póllandi um samstarf milli Íslands, Póllands og Ítalíu, t.d. í formi vinnustofa eða eitthvað álíka. Ítalía hefur staðið fyrir svona áður og myndu sjá um þetta. Óskað er eftir vilyrði og samþykki um að við yrðum með í umsókn til EES, og koma sambandi á við hinsegin listamenn.

  •  

    c) Varamaður inn í MRSÍ

     

    • Örn tilnefndur og samþykkir.

    • Lagt til að athuga stöðu Uglu innan um þessa stjórn. APS fær það verkefni að spyrja hana út í stöðuna og ábyrgð. Siggi setur þetta yfir á APS.

     

    d) Ályktun og mótmæli við rússneska sendiráðið

     

    • Örn leggur til kossamótmæli, samþykkt. Villi leggur til að við mætum með fræðslubæklinga.

    • Ákveðið að hafa mótmælin á föstudaginn kl.17:00.

    • Villi leggur til að hafa samband við Amnesty.

    • SAS er búin að fá fyrirspurn um hvort S78 geti staðið fyrir mótmælum fyrir framan rússneska sendiráðið. Búið að lofa góðum skilum fjölmiðla.

    • Siggi tengiliður málsins.

    • Svandís hefur samband við Hilmar um ályktun og hvort hún geti verið komin út fyrir föstudag.

    • Siggi stofnar viðburðinn í nafni S78 á netinu.

    • ÁG býður Amnesty um að vera með á morgun.

     

    e) Trúnaðarmál

    f) Ungmennapartý eftir gleðigöngu

     

    • Siggi útskýrir plön um að halda partý í regnbogasal eftir gönguna fyrir ungmenni.

    • Villi leggur til að skipuleggja smá hátíð fyrir ungmenni, jafnvel á Kíkí og bjóða ungum listamönnum að koma og spila. Lagt til að ræða þetta betur með haustinu og halda næsta vetur.

     

    g) ÁG í fríi í næstu viku

     

    • Villi mun dekka það (Fríða ef þarf).

     

    Fundi slitið: 22:06.
    Næsti fundur verður: 26.06.2013 kl.20.00.

    Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir.

Leave a Reply