Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

7. stjórnarfundur S78 20.júní 2012

By 11. júlí, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi),  , Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Svavar Gunnar Jónsson boðaði seinkun en mætti. Gunnlaugur Bragi Björnsson Ugla Stefanía Jónsdóttir og Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir boðuðu forföll. 

Fundur settur 17:37

 1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
  Samþykkt
 2. Hátíðarhöld 27.júní 
  Mummi, Siggi og Árni Grétar hittu Trans-Ísland á fundi. Hringt var í Dag B. Eggertsson og hann tók vel í að aðstoða okkur en óskaði eftir formlegu erindi með beiðni um aðkomu borgarinnar, peningastyrk og varðandi að fá Höfða eða eitthvað annað húsnæði. Mummi fer í málið. Ef allt klikkar þá verðum við með kaffiboð í Regnbogasalnum. Höfum 80.000 þúsund krónur til að leggja í dagskránna.  
  Kórinn er til í að syngja. Tala við Guðbjart Hannesson hvort hann sé til í að segja nokkur orð. Trans-Ísland ætlar að tala við Alison ??  Árni Grétar kannar jafnvel með Lay Low.
 3. Mannréttindaviðurkenningar S78
  Úrslit kosningar trúnaðarráðs og stjórnar – Skráð í trúnaðarbók.
  Tilkynna það inni á fésbókinni en halda þessu þó sem trúnaðarmál fram að hinsegin dögum.
 4. Hinsegin dagar (stjórn ætlaði að koma með tillögur að því hvað við gerum á þennan fund)
  Árni Grétar kom með hugmynd um að Anna Kristjáns yrðir fremst með spjaldið síðan í fyrra þar sem sett yrði X yfir spurningamerkið eða eitthvað slíkt. Ekki er þó víst að Anna verði á landinu en þá finnum við bara einhvern góðan kandídat í hennar hlutverk. Síðan kæmu þar á eftir meðlimir með spjöld þar sem nöfn þeirra sem samþykktu lögin og undir takk fyrir. 
  Nota líka póstkortin sem við erum að búa til eða ætlum að búa til og prenta á boli. Hægt er að blanda þessum hugmyndum saman.  Athuga með að fá kórinn með okkur svo framalega sem þau verða ekki með atriði sjálf. 41 þingmaður samþykkti þannig að við þurfum því að fá amk þann fjölda.  
  Mummi, Gulli og Árni Grétar hittu Þorvald og Evu Maríu varðandi sölumál. Þau vilja hjálpa okkur eins mikið og þau geta. Stefnt að því að hafa þrjú tjöld, þurfum að merkja þau vel. T.d. litlir blöðruormar, bannerar, regnbogafánar. Þurfum að fá fólk til að manna þau amk 2-3 í hvert tjald fasta svo einhverja “hlaupandi”. 
  Siggi talar við Birnu Hrönn varðandi póstkortafólkið.
 5. Menningarnótt
  Búið að senda inn styrkumsókn. Opið hús, pælum í því á næstu fundum. Gerum amk eitthvað spes. Jólaþema, snjóar fyrir utan, dj?, candyflos????  
  Búið að skrá samtökin á áheitasíðuna fyrir Reykjarvíkurmaraþonið. Nú er það bara að auglýsa það innan félagsins að hægt sé að skrá sig í nafni Samtakanna.
 6. Önnur mál
 • Eva Ágústa hefur skilað inn einhverjum myndum af stjórn og trúnaðarráði til að setja á vegginn við skrifstofuna. Vantar örfáar en allt að koma. Væri best ef hægt væri að taka myndir af fólki strax á aðalfundi eða þegar fólk bíður sig fram þannig að það verði tilbúið fljótlega eftir aðalfund. Má alveg byrja að setja upp þær myndir sem eru tilbúnar.
 • S’78 leitar eftir að fá smá skýrslu eða amk umræður um það sem kemur út úr ANSO ráðstefnu Q-félagsins.  Sjá hvað þau eru að pæla með þessa rástefnu og hvernig hægt er að vinna með allt þetta. Reyna að samnýta allar þær upplýsingar og alla þá vinnu sem fer í þetta bæði hjá Q og S’78. Reynum að styðja þau eins og við getum.

Fundi slitið 18:35
Næsti fundur miðvikudaginn 4.júlí kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

Leave a Reply