Skip to main content
FundargerðirTrúnaðarráð

8/1 2017 Fjórði fundur trúnaðarráðs 2016-2017

By 8. janúar, 2017maí 24th, 2020No Comments

Trúnaðarráð Samtakanna '78

Starfsárið 2016 – 2017

4. fundur
Fundur settur 19.06

1. Fara yfir hvað félögin hafa verið að gera

Q félagið: Varaformaður (Lobba) var að segja af sér en mun fara til Skotlands í lok mánaðarins f. hönd félagsins. Bergþóra (meðstjórnandi) er tímabundið varaformaður en þau eiga eftir að funda almennilega. Aðalfundur verður í febrúar og stjórn mun leggjast í smá herferð í skólunum til að fá inn nýtt fólk

Hinsegin foreldrar: Hefur hingað til bara staðið fyrir viðburðum en stefnan er að halda félagsfund í febrúar að kjósa stjórn formlega og gera félagið aðeins formlega. Voru með jólaball sem gekk vel, eru oftast með útilegu og göngu á sumrin og ætla að virkja félagið betur og vera með meira í gangi.

Kórinn: Eru búin að vera í fríi eftir jólatónleikana, en aðrir tónleikar í febrúar. Möguleg Finnlandsferð í haust á kóramót. Raddprufur á morgun.

TÍ: Nýr meðlimur í stjórn (Halla), vorum að boða til aðalfundar og þurfum að taka lögin í gegn og umturna því hvernig félagslífið er skipulagt o.fl.

2. Kosning á nýjum meðlim stjórnar

Sjúlli býður sig einn fram og er kosinn einróma.
Aðeins 2 meðlimir eftir sem geta boðið sig fram  í varaáheyrnarfulltrúa – leysum það í FB hópnum.

3. Update frá stjórnarfundi (Sjúlli)

Þrjú mál:
Samtakamátturinn! 11. Febrúar – svipað snið og síðasti Samtakamáttur. Mótun stefna fyrir komandi ár.
Vinnuhópur sem lögreglan setti saman og óskaði eftir fólki frá löndum utan Evrópu til að taka þátt í honum. Andrés er orðinn fulltrúi S78 í þeim hópi og það gengur rosalega vel. Lögreglan vill auka skilning lögreglunnar á diversity meðal innflytjenda. Vinna er byrjuð á kennslukúrs sem verður tekinn inn í Lögregluskólann.
Dómar í kynferðisbrotamálum þar sem bæði þolandi og brotamaður eru karlkyns, en það er algengt að dómar þar séu sérstaklega harðir og sönnunarbyrði jafnvel minni. Taka inn á borð hjá Samtökunum – stjórn ætlar að taka þetta áfram en trúnaðarráð má endilega ræða þetta frekar. T.d. sækja um styrk við rannsókn á þessu máli – ætla að byrja á að athuga það og svo kemur frekar í ljós hvað við getum gert. Mögulega málþing um ofbeldi (í nánum samböndum) innan hinsegin samfélagsins. Hafa samband við Unnstein til að vera með í plönum.

4. Landsþing

Mun þurfa fullt af sjálfboðaliðum! T.d. sölu á varning, taka á móti fólki, skrá fólk inn, setja upp, taka til, borðstjórar o.s.frv. o.s.frv. Við þurfum öll að virkja fólk í kringum okkur og félögin okkar!

5. Drög lögð að partýi eftir landsþing

Spurning með að finna veitingastað þar sem fólk gæti farið saman og mögulega fengið hópafslátt (panta fyrirfram?)
Eða panta mat á suðurgötuna?
Tékka á Pink Iceland með hvort þau séu með skemmtikrafta?
Annars pæling að bjóða t.d. Dragsúgsroyalty að koma og vera með performance á suðurgötunni – meira interactive pláss, gæti verið gaman!

6. Annað

ATH! Ljóðakvöld 4. febrúar!  

Fundi slitið 19:52

 
 

Leave a Reply