Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur 2016

By 3. maí, 2016mars 18th, 2020No Comments

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Kitty Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.
Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir og María Helga Guðmundsdóttir.

Þriðjudaginn 03.05.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir

Fundur settur 3. maí 2016 kl. 12:07

1.Næstu skref í BDSM­deilunni

Nú hefur verið gert uppkast að svarbréfi til þeirra átta sem sent hafa stjórn kröfu um nýjan aðalfund. Björg Valgeirsdóttir lögfræðingur mun fara yfir bréfið á föstudag og í kjölfarið munum við senda svarið. Þar munum við meðal annars tilkynna að fyrirhugaður sé félagsfundur í lok mánaðar þar sem meðal annars verður skipuð lagabreytinganefnd.

Unnsteinn leggur til að á fyrri hluta dagskrár verði haldnar fræðilegar tölur og gerð einhverskonar starfsáætlun fyrir næsta ár. Í seinni hluta verði kosið í lagabreytinganefnd. Lagabreytinganefnd yrði þá leiðbeinandi fyrir næsta aðalfund og hefur það að markmiði að skila tillögum. Í ljós kemur að 24. maí passar flestum stjórnarmeðlimum. Best væri ef dagskrá yrði tilbúin fyrir vikulok. Velunnurum er sent skeyti á fundinum þess efnis að svars sé að vænta í vikulok.

2.Veikindaleyfi formanns

Formaður tilkynnir stjórn að hann hafi í hyggju að taka sér veikindaleyfi frá störfum fyrir félagið. Áður en formaður hverfur af vettvangi mun stjórn fara yfir ábyrgðarhlutverk hvers stjórnarmeðlims. Mun einn fulltrúi frá trúnaðarráði stíga upp og setjast í stjórn og í kjölfarið verður hlutverkum útdeilt.

Fundi slitið 13:13

Leave a Reply