Skip to main content
FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur 2021

By 1. október, 2021janúar 3rd, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Agnes, Edda, Þórhildur, Sigurgeir (kynningar- og viðburðastjóri) og Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:10

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar ásamt þessari verða settar inn á Slack-rás stjórnar til samþykktar.

2. Erindi frá Þorgerði

Formaður kynnir beiðni um samstarf við kynjafræði HÍ. Samstarfið fælist í að Samtökin leggi spurningalista fyrir félagsfólk. Eftir kynningu formanns samþykkir stjórn þátttöku. Formaður mun einnig áframsenda póst Þorgerðar Einarsdóttur, prófessors, um málið

3. Félagsfundur

Sigurgeir upplýsir stjórn um stöðu viðburða haustsins. Sjálfboðaliðanámskeiðin fara af stað þegar fluttningar á Suðurgötuna eru afstaðnir en þeir verða mjög fljótlega.

Félagsfundur að hausti er í vinnslu. Hugmynd er að hafa skemmtun/ball um kvöldið en erfiðlega hefur gengið að finna hentugan stað fyrir viðburðinn. Stjórn er sammála um að hvetja til mætingar.

4. Starfsáætlun og markmið – mat

Stjórn fer yfir stöðu á verkáætlun sem stjórn setti sér í upphafi starfsársins. Nokkrir hlutir hafa verið færðir til en að mestu hefur áætlun staðist.

5. Bókaútgáfa

Þessi liður hefur verið færður til seinni fundar þar sem Daníel, framkvæmdarstjóri, gat ekki mætt á fundinn.
Stjórn ræðir útgáfugleði vegna barnabókanna sem fara senn í dreifingu.

6. Hinsegin karlar

Ráðgjafi hjá Samtökunum hafði samband við varaformann og lýsti yfir áhyggjum sínum af fremur neikvæðri menningu, eða munstri meðal hinsegin karla í samfélaginu. Þó nokkrir hommar hafa rætt vanlíðan sína við ráðgjafann, t.a.m. vegna útilokunar og finna sig ekki innan samfélagsins. Stjórn ræðir þessa ábendingu og veltir fyrir sér hvernig Samtökin geta ýtt undir jákvæðari menningu, t.a.m. með viðburðum hugsuðum fyrir hinsegin karla.

7. Önnur mál

Bjarndís upplýsir stjórn um stöðu mála á verkefninu Ein saga-eitt skref, en líða fer að því að verkefnið verði opnað almenningi með sýningu í nokkrum helstu kirkjum landsins.

Húsnæði Samtakanna að Suðurgötu 3 er nú formlega tilbúið og má fara að flytja inn. Stjórn sammælist um að gera eitthvað skemmtilegt úr því, mæta öll sem geta og bjóða sjálfboðaliða að koma að taka þátt í að gera huggulegt eftir framkvæmdir.

Fundi slitið: 17:26