Skip to main content
FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur 2022

By 29. ágúst, 2022september 21st, 2022No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Bjarndís, Mars, Óli Alex, Vera, Þórhildur, Daníel (framkv.stj.), Sigga Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 17:08.

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar verður birt á Slack von bráðar til samþykktar.

2. Dagsetning félagsfundar að hausti

Stjórn ræðir mögulegar dagsetningar fyrir næsta félagsfund í haust, í október eða nóvember. Stjórn líst vel á laugardaginn 15. október. Stjórn sammála um að ræða betur dagskrá félagsfundar á næsta stjórnarfundi.

3. Vinnustaðasálfræðingur

Stjórn ræðir aðra heimsókn vinnustaðasálfræðings stjórn til ráðgjafar, og mögulega dagsetningu hennar.

4. Handtökumálið

Stjórn til upplýsingar reifar framkvæmdastjóri framvindu í máli sem tengdist handtöku á hinsegin einstaklingi á Hinsegin dögum 2019, og aðkomu Samtakanna ‘78 að því máli. Stjórn fagnar farsælum málalyktum.

5. Opinber umræða og hlutverk stjórnar

Stjórn ræðir viðbrögð forsvarsmanna Samtakanna við neikvæðri umfjöllun um hinsegin fólk í fjölmiðlum og hvernig stjórnarliðar tjá sig og komi fyrir á samfélagsmiðlum og öðrum opinberum vettvangi. Stjórn er samþykk því að stíga varlega til jarðar í þeim efnum. Stjórn ræðir og hlutverk Samtakanna á víðari grundvelli.

6. Slack

Stjórn ræðir notkun Slack í stjórnarsamstarfinu. Álfur mælir fyrir skýrum farveg til að vísa málum af Slack á stjórnarfundi. Stjórn er samþykk því. Stjórn ræðir umræðuhefð og hlutverk Slack í stjórnarstarfinu.

7. Trúnaðarmál

Stjórn ræðir trúnaðarmál.

8. Næstu fundir stjórnar

Stjórn ræðir dagsetningu bústaðarferðar stjórnar og fellst á helgina 7.-9. október nk. Formaður stingur upp á næsta stjórnarfundi 12. september. Stjórn samþykkir.

9. Önnur mál

Sigga Ösp stingur upp á útgáfu upplýsingaefnis um viðbrögð verði það vitni að fordómum eða hatursglæpum o.s.frv. Stjórn tekur vel í þá hugmynd og sendir boltann á skrifstofu.
Þórhildur spyr um styrkveitingar NIKK og hvort Samtökin hyggi á að sækja um í þann sjóð. Stjórn ræðir.

Fundi slitið: 18:44.