Skip to main content
FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur 2023

By 3. ágúst, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Vera, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:17.

1. Notion

Álfur kynnir stjórn nýtt skipulag fyrir fundi og önnur störf stjórnar á vefsvæðinu Notion. Stjórn fagnar.

2. Kynning á hálfsárs uppgjöri

Lið frestað vegna fjarveru framkvæmdastjóra.

3. Kynning á sjóðsstreymisáætlun út árið

Lið frestað vegna fjarveru framkvæmdastjóra.

4. Kynning á uppfærðum starfslýsingum skrifstofu

Lið frestað vegna fjarveru framkvæmdastjóra.

5. Staða á stefnu stjórnar

Stjórn hélt stefnumótunarfund á dögunum. Álfur leggur til að næst fari stjórn í stefnumótun heila helgi með haustinu. Stjórn ræðir mögulegar dagsetningar. Stefnt er að fyrstu helginni í október.

6. Skipulag haustsins, stjórnarfundir og stefnumótun

Stjórn ræðir fundartíma á komandi hausti. Stefnt er að því að halda áfram að funda á þriggja vikna fresti, á fimmtudögum kl. 16.

7. Hinsegin dagar

Villi kemur á fundinn og fer yfir stöðu á skipulagi á framlagi Samtakanna ‘78 í Gleðigönguna í ár. Smíða þarf ný gönguspjöld. Stjórn ræðir hvernig haga skal málum í aðdraganda göngunnar og hvetja fólk til að ganga með Samtökunum. Stjórn skiptir með sér ýmsum verkefnum.

Villi víkur af fundi.

8. Stjórn Samtakanna ‘78 á viðburðum Hinsegin daga

Stjórn ræðir viðveru stjórnar á viðburðum Hinsegin daga og Hinsegin heiftar og mikilvægi sýnileika þar.

9. Fjárhagsmál

Vegna umræðu um fjárhagsstöðu Samtakanna samþykkir stjórn að fresta frekari skuldbindingum, svo sem þjóustusamningum og nýráðningum, þar til framkvæmdastjóri hefur kynnt hálfsársuppgjör og sjóðstreymisáætlun út árið 2023, og stjórn hefur fengið tækifæri til að fjalla um fjárhagsstöðu félagsins.

10. Önnur mál
Á 5. fundi stjórnar var samþykkt að efna til samstarfs við HIV Ísland um að safna frásögnum fólks af alnæmistímanum á Íslandi. Hafdís Erla, sagnfræðingur, hefur nú fengið styrk til að gera einmitt það. Stjórn fagnar því og snýr sér því að öðrum verkefnum.

Fundi slitið: 16:19.