FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur 2024

By 18. júní, 2024ágúst 2nd, 2024No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Jóhannes, Kristmundur, Vera, Bergrún (skrifstofustjóri), Kári (verðandi framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 16:03

1. LGBT Foundation, gagnaöflun og tölfræði
Bjarndís og Bergrún heimsóttu LGBT Foundation í Manchester. Ýmis fyrirtæki styðja stök verkefni samtakanna. Stjórn ræðir hvort það sé fyrirkomulag sem henti Samtökunum ’78. LGBT Foundation leggur einnig mikið upp úr gagnaöflun og tölfræði í sínum störfum. Bjarndís og Bergrún telja að Samtökin þurfi að standa betur að gagnaöflun og koma upp kerfi í þeim tilgangi, líkt og LGBT Foundation notast við. Stjórn ræðir slík kerfi og notkun þeirra.

2. Samkeppni um kynhlutlausar merkingar
Stjórn ræðir fyrirhugaða samkeppni um kynhlutlausar merkingar sem efna á til síðar í mánuðinum og hvernig eigi að kynna hana. Stjórn er ekki á því að halda eigi sérstakan viðburð vegna þessa, en frekar kynna keppnina vel á samfélagsmiðlum.

3. Samstarfsnefnd Samtakanna ’78 og kvennahreyfingarinnar
Erindi barst frá Uglu. Hún stingur upp á að stofnuð sé samstarfsnefnd Samtakanna og kvennahreyfingarinnar til að efla tengslin þar á milli. Stjórn er samþykk þessu og telur mikilvægt að halda góðu samtali við kvennahreyfinguna.

4. Erindi frá Stígamótum
Erindi barst frá Svandísi Önnu í Stígamótum. Stígamót vilja sækja um í hinsegin sjóð Norrænu ráðherranefndarinnar með Samtökunum vegna verkefnis um hinsegin fólk og kynferðisofbeldi, til að fá innsýn inn í starfsemi á því sviði á Norðurlöndunum og styrkja starfsemi og vitneskju hér á landi. Stjórn er samþykk þessu.

5. Ljubljana Pride
Vera segir frá ferð hennar og Magnúsar rekstrarstjóra á hinsegin daga í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu.

6. Hrísey
Stjórn ræðir mál tengd hinsegin hátíð í Hrísey um næstu helgi.

7. Önnur mál
Bergrún segir stuttlega frá nokkrum fundum á dagskrá á næstunni.

Fundi slitið: 17:10