Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi) boðaði seinkun en mætti. Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir og Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir boðuðu forföll.
Fundur settur 17:40
- Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
Sökum fámennis var fundargerð ekki borin upp til samþykktar. - Nýliðin hátíðarhöld vegna gildistöku laga um réttarstöðu transfólks – yfirferð
Erum bara mjög sátt við þetta allt. Skipuleggjandi móttöku borgarstjóra talaði um að aldrei hefði verið eins mikil gleði í borgarstjórnarsalnum og var á þessum degi.
Við bjuggumst við meiri umræðum og jafnvel einhverjum mótbárum á þinginu en raunin varð önnur. Velferðarráðherra vildi meina að það hversu auðveldlega þetta hefði runnið í gegnum þingið væri okkur að þakka og öllu því starfi sem Samtökin’78, félagar og baráttufólk fortíðarinnar hafa lagt á sig og allri þeirri vinnu sem við öll höfum lagt á okkur síðustu ár og áratugi í fræðslu og kynningarmálum.
Eyddum mun minni pening í hátíðirnar en áætlað var en eigum það þá til góða síðar J
Mæting 27.júní var mjög góð og var mæting hjá borgarstjóra líka nokkuð góð. - Þáttaka S78 á hinsegin dögum – gönguatriði + sala
Þurfum að pæla aðeins betur í þeirri hugmynd sem upp kom á síðasta fundi.
Mummi gerir ekki ráð fyrir að geta sett mikla vinnu í undirbúning.
Þurfum að treysta frekar á vini og ættingja en ekki hinsegin fólk sérstaklega í sölumál.
Ætlum amk að labba og gera eitthvað rosalega flott og vandað J
Ákveðið að óska eftir fólki í undirbúningsnefnd til að skipuleggja þetta vel á facebook grúppu stjórnar og trúnaðarráðs. - Opið hús á menningarnótt
Árni Grétar talar við Lay Low, Svavar klípur í Natawat, Hinsegin kórinn?, Fríða kannar með vini Dúkkulísanna. Setjum einnig á facebook skjal þar sem stjórn og trúnaðarráð geta komið með fleiri hugmyndir. - Nefndastarf komið í gang
Mummi fór á fund alþjóðanefndar. Þau eru á fullu að vinna og vilja sjá um að halda utan um ýmsar tölulegar upplýsingar um málefni hinsegin fólks aðallega hér heima en einnig erlendis.
Fjáröflunarnefndin er aðeins byrjuð að vinna í átaki til að fjölga félögum.
Ekki vitað til þess að aðrar nefndir séu virkar. - Staða á félagatali ?
Fáum vonandi stöðuna á næstu dögum frá Pétri Óla. - Fánakaup
Við hátíðarhöldin nýafstöðnu kom í ljós að trans-fáninn er ekki til hjá okkur. Við ættum að eiga hann sem og fána allra hópa.
Þarf að panta slatta af fánum jafnvel eiga einhverja á lager sérstaklega regnbogafánana.
Stjórn samþykkir amk að kaupa jafnvel 2 trans og bi og svo nokkra regnbogafána. - Önnur mál
- Siggi, Fríða og/eða Auður þurfa að gera greinagerð vegna styrks frá Æskulýðssjóði varðandi ungliðakvöldin.
- RIFF óskar eftir samstarfi við okkur á hátíðinni í haust. Vegna 20 ára afmælis queer cinema … við erum til í að vera með þeim svo framalega sem öll flóran er tekin fyrir, þ.e. ef þetta verður hinsegin undirflokkur á hátíðinni. Annars bara að við auglýsum amk þær myndir sem þau sýna. Líklega ekki undirflokkur í ár en þarf að pæla í þessu vel fyrir næsta ár amk.
- Árni Grétar tekur sumarfrí næstu 2 vikur. Auglýst á síðunni að Skrifstofa S78 sé lokuð vegna sumarleyfa, pósturinn yrði vaktaður en einnig spurning um að setja eitthvað fast reply og svo skilaboð á símsvarann.
- Hópur frá CISV (þ.e. seminar camp búðirnar)kom á smá fræðslufund í S78. Árni Grétar hóaði í nokkra einstaklinga sem tóku að sér ásamt honum að ræða við krakkana og veita þeim innsýn í líf hinsegin fólks á Íslandi. Þetta voru; Eva María Þórarinsdóttir Lange, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Natan Kolbeinsson, og Steindór Sigurjónsson. Gerður var mjög góður rómur að fræðslunni og töluðu nokkrir einstaklingar um að þessi fundur hefði breytt viðhorfum þeirra til hinsegin fólks.
- Mummi er búinn að kaupa ramma fyrir myndirnar af starfsfólki, stjórn og trúnaðarráði sem eiga að fara uppá vegg hjá skrifstofunni. Þarf bara að mála rammana eða bæsa og svo skella myndum í þær og uppá vegg. Gerist vonandi á næstu dögum eða vikum.
- Ekki er hægt að funda eftir 2 vikur þar sem kórinn er á leið til Færeyja og meiri hluti stjórnar er í honum. Ákveðið að sleppa fundi þá og hafa því næsta fund eftir 4 vikur þ.e. 8.ágúst.
- Það þarf ganga í málin varðandi portið bakvið hús. Ef hliðið verður ekki tekið þá þurfum við amk að fá lykil að því. Gengur ekki að einungis veitingastaðurinn sé með lykil og ekki hjálpar að Laugavegur og Skólavörðustígur eru lokuð fyrir bílaumferð.
Fundi slitið 19:21
Næsti fundur miðvikudaginn 8.ágúst kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars