Skip to main content
FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur S78 26.06.2013

By 23. ágúst, 2013mars 6th, 2020No Comments

8. Stjórnarfundur S78 26.06.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)

 

Fjarverandi: Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi)

 

Fundur settur: 20:05

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2.  Verkefni sumarsins

a) Gay Pride

 

  • ÁG og Örn eiga eftir að setja þetta í gang, varðandi atriðið.

  • Siggi er með ungliðaballið á sínum snörum.

  • Villi þarf að fara að huga að sölubásum.

  • ÁG segir frá því að beðið sé eftir því að fá samþykkt að mannréttindaviðurkenningin verði veitt á opnunarkvöldi.

  • APS talar um að það þurfi að vera pólitík í atriði S78. Öll stjórn sammála því að S78 þurfi að koma fram með skýr og góð skilaboð. Talað um að flétta 35 ára afmælið inn í.

  • ÁG setur inn auglýsingu hjá umræðuhóp stjórnar og trúnó um gay pride atriði S78. Vikufrestur á hugmyndir. Auglýsum líka fyrir félögum – inn í næsta fréttabréf.

 

 

b) Önnur mál sem þarfnast umræðu

 

  • ÁG hittir mannréttindaviðurkenningarnefndina á morgun. Fáar tilnefningar bárust.

  • Umræða um að veita bara eina viðurkenningu eftir þetta ár, ekki þrjár.

  • Lagt til að halda fund 31. ágúst með trúnó þegar niðurstöður liggja úr Samtakamættinum. Sverrir mun athuga hvort trúnó sé til.

  • APS segir frá því að alþjóðanefndin sé að sækja um styrk til samvinnu við Köshu og Úganda.

 

 

3. Afmælisár

 

  • Örn segir lítið vera í gangi. Dagatalið er tilbúið og liggur hjá Gulla. APS talar um að stjórn fái að sjá dagatalið svo hægt sé að halda betur utan um viðburði. Örn og ÁG munu setja það inn á umræðuhóp á Facebook á morgun.

  • APS talar um upplýsingaflæði þannig að hægt sé að passa upp á að fólk taki betur þátt í viðburðunum.

  • SAS leggur til að öllum hagsmunafélögum og starfshópum verði boðið að kynna starfsemi sína í haust með opnum kynningar og/eða umræðufundum. Passar vel inn í afmælisþemað.

  • ÁG leggur til að auglýsa opið hús og vöfflur í tilefni morgundagsins. APS talar um að hvetja fólk sem er í trúnó að mæta líka. ÁG mun skoða stöðuna á vöffludeigi. APS, SAS og Guðrún stefna á að mæta.

  • APS nefnir að Mummi hafi rætt um myndasýningu frá fyrsta gay pride. Afmælisnefnd er með þetta á sinni könnu, hafa sýninguna í húsi S78, þarf að taka fram að við getum ekki tryggt myndirnar. Þarf að athuga hvort hægt sé að stækka myndirnar eða setja upp rafrænt.

  • ÁG ræðir möguleikann á því að gefa út afmælisrit. ÁG leggur til að fá fagmennskju inn í auglýsingasöluna. Stjórn er mjög opin fyrir að skoða möguleikan á því að gera þetta. Þorvaldur Kristinnsson hefur lýst yfir áhuga sínum á því að koma að þessu.

 

 

4. Starfsmannamál

 

  • APS ræðir starfsmannamál varðandi Uglu sem fræðslufulltrúa, en hún á eftir að bjóða henni formlega áframhaldandi starf. Talað um að fá hana til starfs í lok ágúst og ganga þá frá nýjum starfsmannasamningi. Villi, ÁG og APS munu sjá um það.

 

 

5. Sumarfrí

 

  • APS leggur til að stjórn sé í sumarfríi í júlí nema að sérstök mál sé um að ræða, þá geta minni hópar hist. Allir samþykkja.

  • ÁG talar um sitt sumarfrí. APS talar um að hann megi í raun ekki safna fríinu sínu. Spurning hvort hann geti tekið sitt frí í júlí. ÁG á eftir að ræða við bókarann okkar til að sjá hvað hann á mikið frí. ÁG óskar eftir fríi í september. Verður rætt síðar, þegar nær dregur.

 

 

6. Dagskrá haustsins

 

  • Haustfundur með trúnó 31. ágúst. Samtakamátturinn tekinn saman. Afmælisdagatal verður uppfært.

  • APS leggur til að nóvember verður nýttur sem átaksmánuður í transmálum. Koma fram í fjölmiðlum, einnig leggur til að koma að fræðasamfélaginu, einnig að aðstandendum transfólks. APS ræðir um að gera þetta í samstarfi við TÍ. SAS leggur til að vera í samstarfi við Q og Ungliðahreyfinguna líka, jafnvel tengja við videó verkefni Q. Örn talar um ljósmyndasýningu líka, ljósmyndari hefur áhuga á ‘trans’ ljósmyndasýningu. APS talar um góða uppbyggingu að minningardegi trans fólks.

  • Jafnréttisdagar HÍ eru í október. Spurning um að taka þátt og/eða styðja Q í því.

  • Einnig umræða um að taka samstarf með Q varðandi blóðgjafamálin.

  • SAS leggur til að það þurfi að rífa upp fræðslumálin – taka fastar á nefndinni og einnig bjóða upp á fræðslu inn í háskólasamfélagið – bæði fyrir kennara og nemendur.

  • APS leggur til að Guðrún taki umræðu við Félag hinsegin foreldra, opna fyrir samtal og samstarf.

 

 

7. Önnur mál

 

a) Aðild að GLISA

 

  • Ingi Þór biður um að S78 greiðir og sækir um aðild að GLISA, svo íþróttafólk geti keppt. Einnig til að við höfum atkvæðisrétt að hvar næsta Out Games verða haldnir. APS óskar eftir því að fá frekari upplýsingar og rökstuðning um af hverju S78 skulu taka þetta að sér. Umræða um að þetta ætti kannski heima hjá Styrmi.

 

b) Spurningalisti Þjóðminjasafns

 

  • Spurningalisti um upplifun og hugmyndir almennings um samkynhneigð á mismunandi tímum. S78, Hinsegin dagar og Þjóðminjasafnið vinna að þessari sýningu. ÁG og Þorvaldur koma að verkefninu.

  • Þorvaldur vildi að S78 myndi lesa spurningalistann yfir.

  • APS, ÁG og Siggi hafa rætt um breiðari nálgun en bara samkynhneigð. Stjórn sammála því. APS mun svara Þorvaldi sem fyrst.

 

c) Mastersverkefni um samkynhneigð í kvikmyndum

 

  • ÁG fékk fyrirspurn um styrk. Stjórn ræðir að því miður sé peningaleysi viðvarandi, en bjóðum stuðning og samvinnu. ÁG mun benda á orðanotkun, t.d. ‘hinsegin’.

 

d) Útgáfa bókaflokks á íslensku um HIV og mögulegt samstarf við Samtökin

 

  • Sænskur höfundur sem er að gefa út skáldsögur á íslensku.
    Er einnig búinn að ræða við Gay Pride og HIV Ísland. APS mun svara að við séum jákvæð fyrir samstarfi.

 

e) Ábending um lítinn hlut hinsegin málefna í aðalnámskrá

 

  • Almennt er stjórn sátt með námskránna, en rætt um að það þyrfti að koma meiri fræðslu alls staðar að. Fræðslufulltrúi og fræðslunefnd munu skoða málið í haust og stefna að því að auka fræðslu frá S78.

 

 

Fundi slitið: 21.23
Næsti fundur verður: 31.07.2013 kl.20.00.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir.

Leave a Reply