Skip to main content
FundargerðirStjórn

8. Stjórnarfundur

By 14. september, 2018apríl 29th, 2020No Comments

Fundur haldinn að Suðurgötu 3
Fundargerð ritar: Þorbjörg

Mætt: Brynjar, Heiðrún, Unnsteinn, María, Daníel, Marion, Þorbjörg, Rúnar
Fundur settur: 16:15

1. Aktívistaskóli

Sólveig Rós, Heiðrún og Sigurður Júlíus munu funda um þetta í næstu viku og stjórn fær upplýsingar á næsta stjórnarfundi.

2. Hlutverkaskipting stjórnar

Farið var yfir hlutverkaskiptingu innan stjórnar. Ný hlutverkaskipan samþykkt:
Sigurður Júlíus verður gjaldkeri.
Unnsteinn verður varaformaður.
Þórhildur verður alþjóðafulltrúi.
Rúnar verður meðstjórnandi.

3. Ársþriðjungsuppgjör

Daníel segir frá því að ársþriðjungsuppgjörið er komið inn á vefsvæði stjórnar. Allt lítur vel út og fjárhagurinn er samkvæmt áætlun. Sérfræðikostnaður er hærri en lagt var upp með sökum kostnaðar við bókara. Daníel er með í skoðun að finna nýja bókhaldsþjónustu. Daníel óskar eftir því að stjórn skoði skjalið vel og komi með athugasemdir og fyrirspurnir varðandi fjármálin.
Athugasemd færð í trúnaðarbók

Sigurður Júlíus kemur á fund 16:26

4. Fært í trúnaðarbók

5. Sjálfboðaliðastefna og fylgiskjöl

Daníel kynnir drög að sjálfboðaliðastefnu og fylgiskjöl með henni (siðareglur o.s.frv.). Umræða um útfærslu á stefnunni. María Helga leggur til að við leggjum stefnuna fyrir trúnaðarráð og óskum eftir athugasemdum og berum hana upp til samþykktar á næsta fundi stjórnar og trúnaðarráðs. Stjórn samþykkir það.

6. Sundlaugaaðgengi – stutt skýrsla

María Helga segir frá stöðunni í þessum málaflokki. Stofnað hafi verið til starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar. Fræða þarf starfsmenn sundlauga sem og sundlaugagesti. Frestur til að skipa í starfshóp rennur út 20. september og María Helga óskar eftir því að vera fulltrúi Samtakanna á þeim vettvangi.
Rúnar víkur af fundi 17:53

7. Frumvarp

Þingmálaskrá Alþingis er komin fram og beðið verður með frumvarp um kynrænt sjálfræði fram í febrúar.

8. Fundargerð 7. fundar samþykkt

María Helga las fundargerð 7. fundar fyrir stjórn og var hún samþykkt með einni efnislegri athugasemd.

9. Önnur mál

Daníel: Mál frá ráðgjafa. Ákveðið að tala um ráðgjöfina á næsta fundi.
Brynjar víkur af fundi 18:37
María Helga og Marion: Staða afmælisrits. Horfur góðar, en mikil vinna framundan.

Fundi slitið: 18:46