Fundinn sátu: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA), Matthew Deaves meðstjórnandi (MD), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK) og Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV).
Einnig sat fundinn Sesselja María Mortensen (SMM) sem áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Forföll: Trúnaðarráð hefur ekki skipað nýjan fulltrúa í stað fyrrum ritara, Jósefs Smára Brynhildarsonar.
Ár 2015, mánudaginn 10. ágúst kl.17:40 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Leifsgötu 27 í Reykjavík.
Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður ritaði fundargerð.
1.Starfsmannamál: Nýr framkvæmdastjóri mætir á fund
Auður Magndís Auðardóttir verðandi framkvæmdastýra mætti til fundar en hún tekur við starfi 1. september nk. Auður var boðin hjartanlega velkomin en fundurinn var ætlaður til kynningar og upplýsinga. Formaður o.e.a. annað stjórnarfólk mun ganga frá ráðningarsamningi og starfslýsingu við Auði fljótlega. Rætt var um starfið framundan og þá einkum það sem brennur á: skipulag starfsins, samfella í fræðslumálum, húsnæði og fjármál. Einnig ræddar praktískar hliðar, s.s. útvegun tölvu og síma. HHM fylgir eftir.
2.Starfsmannamál: Næstu skref varðandi ráðningarsamning o.fl.
Úr varð að ný framkvæmdastýra sat nær allan fundinn, enda ágætt tækifæri til að setja hana inn í mál. Umræðu um ráðningarsamning hennar o.fl., skv. llið 2 á dagskránni, var því frestað til næsta fundar.
3.Fjármál og félagatal: Staða mála og næstu mánuðir
Fjármagn er farið að skila sér ‐ a.m.k. frá ríki. Samþykkt að setja upp fjármálahóp til að efla utanumhald en í honum verði formaður, gjaldkeri, framkvæmdastjóri og bókari ‐ jafnvel fleiri. Formaður, gjaldkeri og bókari fundi sem fyrst til að taka stöðu, skoða starfsmannamál og útlitið framundan. HHM og SDV fylgja eftir.
4.Húsnæðismál: Framkvæmdir á Suðurgötu
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir fari aftur af stað í vikunni og að verkfundur verði haldinn síðar í vikunni. Athuga þarf sérstaklega með rakaskemmdir. HHM og SDV fylgja eftir.
5.Almennt félagsstarf: Ungliðar (ráðning sjálfboðaliða o.fl.)
Rætt um auglýsingu eftir sjálfboðaliðum að ungliðastarfi. Lagt er upp með að þeir þurfi að vera yfir 25 ára og með hreint sakarvottorð. Kostnaður við vottorð greiðist af S78. Samþykkt að setja fyrirliggjandi auglýsingu í loftið. HHM fylgir eftir.
6.Fræðsla og rannsóknir: Forvarnarvika Ástráðs o.fl.
Beiðni um aðkomu S78 að forvarnarviku Ástráðs (læknanemar) þann 4. september nk. HIV Ísland og Intersex Íslands verða með. KA athugar með Trans Ísland og AMA fer með fræðslu varðandi andlega líðan hinsegin ungmenna sem fer fyrir Landlækni einnig.
7.Alþjóðamál: Næsti fundur No Hate Network ‐ Ársf. ILGA Europe
Næsti fundur í verkefninu verður dagana 18.‐19. september nk. Samþykkt að Setta María Mortensen verði fulltrúi S78. Umræðu um ILGA Europe frestað.
8.Upplýsinga‐ og kynningarmál: Erindi frá Borgarbókasafni o.fl.
Erindi frá Borgarbókasafni varðandi gjöf S78 til safnsins sl haust. Bókasafnið tillkynnir að einhverjar bækur verði ekki teknar inn og vill bjóða S78 þær aftur. Þá eru reifaðar ýmsar hugmyndir ‐ m.a. um að bjóða félagsfólki að tilnefna bækur á innkaupalista. Stjórn hefur heyrt af óánægju með ráðstöfun gjafarinnar og mun spyrja nánar út í þessi mál í svari til safnsins. Samþykkt að taka aftur við þeim bókum sem um ræðir ‐ til nánari ráðstöfunar síðar. HHM fylgir eftir.
9.Réttindabarátta/löggjöf: Umsögn ‐ mannréttindastefna Reykjavíkur
Óskað er umsagnar um drög að mannréttindastefnu Reykjavíkur. Málið var rætt lítillega en að öðru leyti frestað til næsta fundar.
10.Önnur mál
Fræðslubæklingurinn. Spurt var um nýjustu útgáfu og fréttir af stöðu mála. HHM mun spyrjast fyrir um málið.
BDSM: Rætt um fræðslu um BDSM í kjölfar Hinsegin daga en nokkur umræða skapaðist um málefnið í samfélaginu í kjölfar fræðslufundar. Rætt m.a. um nauðsyn gagnkvæmrar fræðslu ‐ þ.e. að BDSM samfélagið njóti einnig fræðslu um hinsegin málefni.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19.10.