Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

9. Stjórnarfundur 2019

By 3. október, 2019apríl 16th, 2020No Comments

Mætt: Þorbjörg, Rúnar, Daníel, Marion, Bjarndís, Edda
Ritari: Bjarndís Helga Tómasdóttir

Fundur settur: 17:07

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með smávægilegum breytingum við 11. lið.

2. Regnbogavinir

Framkvæmdarstjóri fer yfir þá kosti sem eru í boði hvað varðar tilboð frá úthringifyrirtækjum. Aðrar hugmyndir einnig ræddar, t.d. að setja upp símaver á eigin vegum. Einnig rætt um að nýta samfélagsmiðla til að kynna átakið. Tekin ákvörðun um að prófa eitt úthringikvöld á okkar vegum að öðru leyti er málinu vísað aftur til fjáröflunarnefndar.

Fjáröflunarnefnd fer í jólagjafaverkefni, þ.e.a.s. hugmyndir að ‘gjöfum sem gefa’.

3. NIKK

Stjórn þarf að skipa fulltrúa í norrænt samstarf. 1-2 fundir fyrirhugaðir í janúar-mars. Norðurlandaráð greiðir allan kostnað. Unnsteinn tekur þetta að sér.

4. Nefndir fyrir aðalfund: Kjörnefnd og lagabreytinganefnd

Kjörnefnd þarf að staðfesta á næsta félagsfundi. Einnig þarf öfluga lagabreytingarnefnd þar sem fyrirhugaðar eru ýmsar breytingar. Marion býður sig fram í lagabreytinganefnd og ætlar að leita að liðsauka. Ýmsar aðrar hugmyndir að einstaklingum í nefnd ræddar.

5. Félagsfundur

Breytt tímasetning, fundur verður færður fram til 9. nóvember. Daníel mun athuga með staðsetningu, helst Norræna húsið eins og rætt var á fundi félagsfundar-nefndar. Hugmyndir nefndar ræddar. Ákveðið að hafa ‘samtal kynslóða’ viðburð á félagsfundi en jafnframt að kynna vel að það sé í raun um að ræða fyrsta viðburðinn í röð slíkra viðburða.

Ákveðið að gera ‘save the date’ viðburð á Facebook sem allra fyrst.

6. Afmælisrit

Útgáfudagur ræddur. Ákveðið að heyra í Hafdísi með útgáfudag en stefnt á bleikþvottaviðburðinn um miðjan nóvember.

7. Fundur stjórnar og trúnaðarráðs 7. Október

Dagskrá þess fundar rædd.

8. Yfirdráttur

Samtökin þurfa að taka yfirdrátt á næstunni vegna bágrar lausafjárstöðu. Stjórn samþykkir að tekinn verði yfirdráttur hjá viðskiptabanka sínum, Landsbankanum, gegn veðsetningu eignar sinnar að Suðurgötu 3.

10. Fagráð Samtakanna ‘78

Daníel skýrir tilkynnir að þrír einstaklingar hafa samþykkt að sitja í fagráði Samtakanna ‘78 sem mun vinna eftir aðgerðaráætlun gegn ofbeldi.

Þau eru:
Hafdís Inga Hinriksdóttir, félagsráðgjafi
Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum
Arnrún Sveinsdóttir, félagsráðgjafi

Samþykkt samhljóða

9. Ráðning fræðslustýris

Daníel skýrir frá ákvörðun sinni hvað varðar ráðningu fræðslustýris. Tíu umsóknir bárust vegna afleysingar ársins 2020, meðan Sólveig Rós fer í fæðingarorlof. Ákveðið var að ráða Tótlu I. Sæmundsdóttur. Margar góðar umsóknir bárust og stjórn þakkar öllum umsækjendum sýndan áhuga.

11. Önnur mál

Daníel og Bjarndís eru með á dagskrá að móta stuðningshóp fyrir hinsegin aktivista.
Edda víkur af fundi þar sem næsti dagskrárliður hefur með ráðningu fræðslustýris að gera þar sem hún er einn af umsækjendum.

Fundi slitið 18:41