Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

9. Stjórnarfundur 2020

By 21. september, 2020janúar 5th, 2021No Comments

Mætt: Þorbjörg, Edda, Daníel (framkv. stj.), Agnes (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Marion, Rósanna og Andrean
Ritari: Daníel E. Arnarsson

Fundur settur: 16.39

1. Samþykkt síðustu og þar síðustu fundargerð

Stjórn samþykkir báðar fundargerðir

2. Næsti stefnumótunarfundur

Stjórn ræðir möguleikann á að hittast 5. október nk. og halda þar áfram stefnumótunarvinnu stjórnar. Samþykkt að athuga hjá Villa hvort að sú dagsetning henti.

3. Starfsdagur stjórnar og starfsfólks

Stjórn ákveður vænlega tímasetningu í gegnum Slack.

4. Húsnæðismál

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir næstu skrefum er varðar húsnæði. Nýlega kom upp mygluskemmd og kom EFLA verkfræðistofa á staðinn og tók húsnæði út. Niðurstaðan er meðal-mygla og er beðið eftir minnisblaði EFLU. Þetta þýðir að Samtökin þurfa að leita að bráðabirgðahúsnæði á meðan á framkvæmdum stendur.

5. Þjóðkirkjan og söguverkefni

Stjórn ræðir fund formanns og framkvæmdastjóra með Biskupi Íslands á morgun. Tilefni fundarins er m.a. söguverkefnið ein saga – eitt skref.

6. Samþykktir aðalfundar

Á aðalfundi voru samþykktar tvær málsmeðferðartillögur. Sú fyrri var að stjórn Samtakanna ‘78 myndi athuga þann möguleika að sækja um aðild að Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ), hin var efnislega svipuð en miðar að því að sækja um aðild að Almannaheillum.

Eftir vel ígrundaða skoðun þá sér stjórn Samtakanna ‘78 ekki ástæðu til þess að gerast aðildarfélag að ÖBÍ. Eftir að hafa athugað hvaða aðildarfélög eru í ÖBÍ þá telur stjórn Samtakanna ‘78 þau félög annars eðlis en Samtökin ‘78 og munu því ekki sækja um aðild að ÖBÍ eins og stendur. Samtökin ‘78 munu samt sem áður, líkt og áður, gæta hagsmuna hinsegin öryrkja.

Stjórn hefur einnig skoðað þann möguleika að sækja um aðild að Almannaheillum. Stjórn telur það ekki tímabært að sækja um aðild á þessu starfsári.

7. Starfsmannamál

Öllu starfsfólki Samtakanna ‘78 verður sagt upp störfum 1. október næstkomandi. Grípa þarf til þessarar ráðstöfunar þar sem bæði samningur Samtakanna ‘78 við ráðuneyti og Reykjavíkurborg rennur út um áramótin.
Stjórn ræddi einnig almennt um starfsmannamál ársins 2021.

8. Önnur mál

Stjórn er hvött til að skrá sig á ársfund ILGA-Europe sem fer fram á netinu í október
Stjórn ræðir um viðbrögð Samtakanna ‘78 vegna COVID

Fundi slitið: 18:38