Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

9. Stjórnarfundur 2021

By 5. nóvember, 2021janúar 3rd, 2022No Comments

Viðstödd eru: Þorbjörg, Andrean, Bjarndís, Agnes, Edda, Daníel (framkv. stj.), Ólafur Alex og Kristín (varaáheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Bjarndís Helga Tómasdóttir
Fundur settur: 16:02

1. Samþykkt fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar ásamt þessari verða settar inn á Slack-rás stjórnar til samþykktar.

2. Takk miðlun

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu mála í fjáröflun sem Takk miðlun sér um. Nú eru tæplega 800 einstaklingar skráðir regnbogavinir. Stjórn fagnar þeim árangri. Framkvæmdarstjóri leggur upp nokkrar leiðir sem hægt er að fara á árinu 2022 og mun stjórn taka afstöðu til þeirra leiða á næstu vikum.

3. Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um stöðu mála í starfsmannamálum.

4. Sigurður Ýmir kemur

Sigurður Ýmir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi Samtakanna ber upp mál sem hafa komið upp í vinnu hans fyrir Samtökin.

5. Sameiginlegur fundur stjórnar og félagaráðs hefst kl. 16:42

Mætt eru f.h. félaga- og hagsmunaráðs: Embla, Ellý, Þorbjörg,
Formaður fer yfir verkáætlun sem stjórn setti fram í mars. Að mestu leyti gengur vel að vinna eftir henni þó að eitt og annað hafi færst til eða tekið breytingum. Lifandi og góðar umræður um stöðu trans barna í kerfinu og eins um stöðu kynsegin fólks t.a.m. þegar kemur að ættleiðingum.

Formaður kynnir starfshóp frá Samtökunum sem starfar með forsætisráðaneyti við gerð framkvæmdaráætlun í málefnum hinsegin fólks. Þetta er mjög jákvætt skref.

Formaður ber upp spurningu til hagsmunafulltrúa, hvernig best væri að haga fundum svo að þeir gagnist hagsmunafélögum sem best. Rætt um leiðir til þess að gera samskiptaflæðið betra milli stjórnar og félagaráðs.

Fundi slitið: 17:40