Skip to main content
FundargerðirStjórn

9. Stjórnarfundur 2022

By 12. september, 2022september 30th, 2022No Comments

Viðstödd eru: Agnes, Álfur, Bjarndís, Mars, Óli Alex, Vera, Þórhildur, Daníel (framkv.stj.), Tinni (áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 17:07.

1. Samþykkt fundargerðar

Síðasta fundargerð hefur þegar verið samþykkt á Slack-rás stjórnar.

2. Ungmennaráð

Tinni flytur stjórn helstu fréttir frá ungmennaráði, um komandi kosningar hjá ungmennaráðinu og fleira.

3. Dagsetningar funda

Stjórn ræðir dagsetningu félagsfundar. Stjórn samþykkir að flýta fundinum um viku, til 8. október. Stjórn ræðir dagsetningu sameiginlegs fundar stjórnar og félagaráðs og koma nokkrar dagsetningar til greina. Stjórn ræðir mögulega dagskrá fundar með félagaráði.

4. Límmiðar

Stjórn ræðir tillögu Mars af Slack um prentun límmiða um kynjuð klósett.

5. Landsþing hinsegin fólks

Stjórn ræðir möguleg umræðuefni á Landsþingi hinsegin fólks á næsta ári.

6. Dagskrá félagsfundar

Stjórn ræðir dagskrá næsta félagsfundar og viðburði honum tengda. Bjarndís býðst til að rita fundargerð. Stjórn ræðir fyrirkomulag rafrænna kosninga.

7. Jólapartý með Hinsegin dögum

Bjarndís leggur til jólapartý eða dinner með stjórn Hinsegin daga til að hrista saman þessi tvö félög. Stjórn er samþykk því. Stjórn ræðir aðra mögulega viðburði yfir veturinn.

8. Afmælisrit Úr felum

Bjarndís og Vera kynna stjórn fyrirætlanir um útgáfu afmælisrits í tilefni 40 ára afmælis Úr felum, tímarits Samtakanna ‘78, og fjármögnun þeirrar útgáfu. Stjórn samþykkir að styðja við þetta verkefni. Bjarndís og Vera sitja hjá í ákvarðanatöku.

9. Önnur mál

Daníel flytur stjórn fréttir af skrifstofu. Sem fyrr er mikið álag á starfsfólki. Auglýst hefur verið eftir nýjum starfsmanni á skrifstofu. Stjórn ræðir.
Stjórn ræðir dagsetningu næsta fundar. 30. september hlýtur hljómgrunn.
Daníel ræðir hinsegin vottun, og mun bera hana undir stjórn á Slack.

Fundi slitið: 18:56.