Skip to main content
search
FundargerðirStjórn

9. Stjórnarfundur 2023

By 11. október, 2023janúar 17th, 2024No Comments

Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs) og Daníel (framkvæmdarstj.)
Fundargerð ritar: Kristmundur Pétursson

Fundur settur: 16:27

1. Fastur liður ungmennaráðs

Engin fulltrúi frá ungmennaráði situr fundinn.

2. Staða á stefnu stjórnar

Álfur segir frá því að gögn úr stefnumótunarferð komin til okkar, það er ljóst að góð vinna var unnin í ferðinni.

3. Dagsetning félagsfundar

Stjórn ákvað að festa 16. nóvember, dag íslenskrar tungu, fyrir félagsfund.

4. Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri segir frá því að umsóknir eru opnar fyrir stöðu rekstrarstýris sem stendur til að gera breytingar á og auglýsa aftur. Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skrifstofu í endurskoðun. Framkvæmdastjóri tilkynnir um breytingar í starfsmannahóp framundan, Tótla og Villi Ósk hafa sagt upp störfum, Íris Tanja er á leiðinni í starfsleyfi.

5. Skráning raunverulegra eigenda hjá Skattinum

Stjórn þarf að undirrita skráningu raunverulegra eigenda félagsins á komandi dögum.

6. Hver er staðan? – Bakslag, ráðstefnan og pride

Mikil búið að ganga á undanfarnar vikur sem mæðir á samfélaginu okkar.

7. Samtökin ’78 og mótmæli – Retrospect á mótmælin vegna Ítalíu og umræða um stefnumörkun

Mars leggur fram hugleiðingu um við hvaða tilefni skuli kalla til mótmæla og hver eigi að skipuleggja mótmæli.

8. Önnur mál

ILGA Europe
Framkvæmdastjóri kemst ekki á ráðstefnuna sem fer fram í lok október, stjórn ræddi hvern væri hægt að senda út í staðinn.
Sjálfsvarnarnámskeið
Hrönn segir frá því að við getum fengið sjálfsvarnarkennslu þegar okkur hentar

Fundi slitið: 17:40.