Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Kristmundur, Sveinn, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Magnús (rekstrarstjóri), Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:10.
1. Nýr framkvæmdastjóri
Kári Garðarsson tók í dag formlega til starfa sem nýr framkvæmdastjóri Samtakanna ’78. Stjórn býður hann velkominn til starfa.
2. Rekstrartölur
Magnús fer yfir rekstrartölur fyrstu mánaða ársins 2024 í grófum dráttum. Stjórn óskar eftir því að fá ítarlegar sex mánaða rekstrartölur í september. Magnús greinir stjórn einnig frá tveimur nýjum fjáröflunarverkefnum með fyrirtækjum, stjórn ræðir.
3. Samningar við verktaka
Magnús mælist til þess að í samningum við verktaka standi að efni sem unnið er í vinnu fyrir Samtökin ’78 sé eign Samtakanna, nema samið sé sérstaklega um annað. Stjórn er sammála þessu. Magnús og stjórn ræða einnig málefni Hinsegin kaupfélagsins, og hvort nauðsyn sé til að semja aftur um rekstur þess við Hinsegin daga.
4. Landssamband ungmennafélaga
Landssamband ungmennafélaga hefur óskað eftir formlegu samstarfi við Samtökin ’78 í formi áheyrnaraðildar ungmennaráðs Samtakanna. Það gengur ekki þar sem ungmennaráð Samtakanna ’78 er ekki starfandi sem stendur. Stjórn felur skrifstofu er falið að svara landssambandinu þess efnis.
5. Fundartímar fram á haust
Stjórn ræðir fundartíma næstu vikur. Þriðjudagar klukkan 15:30 verða fyrir valinu.
6. Önnur mál
Hannes segir stjórn frá hugmynd um Kærleika á fjögurra ára fresti með öðrum hagsmunasamtökum, fyrir kosningar. Stjórn ræðir.
Fundi slitið: 16:00.