9. Stjórnarfundur S78 22.08.2013
Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Örn Danival Kristjánsson, Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)
Fjarverandi: Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs),
Fundur settur: 20:18
1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt
2. Þátttaka S78 í Hinsegin dögum 2013
a) Atriðið í göngunni
Öll ánægð, þátttaka góð. Gunnar Helgi o.fl. eiga hrós skilið fyrir gott starf. Atriðið var mjög aðgengilegt og opið öllum. Stjórnin sátt við bæði skilaboð á banner og einnig að hafa mikla gleði innanborðs. Undirbúningur á atriði á næsta ári þarf að vera tilbúið miklu fyrr, hugmynd að atriði þarf helst að vera komin fyrir vorið (setja á dagatal framkvæmdastjóra fyrir maí).
b) Umræður í fjölmiðlum
Mikil umfjöllun í kringum Hinsegin daga sem voru jákvæðar og hinsegin fólk mjög sýnilegt. Einnig mikið af neikvæðum umræðum í kjölfarið (hreinum fordómum og hatri í garð alls hinsegin fólks, aðallega samkynhneigðra karla) frá fordómafullu fólki. Ítrekaði þörfina á Hinsegin dögum og starfi Samtakanna ‘78.
c) Ungliðaballið
Heppnaðist nokkuð vel. Í kringum 200 manns mættu. Búið að ákveða að þetta verður gert aftur, þó er spurning hvar þar sem húsnæði S78 dugði varla til. Fleiri ungliðar mættu á næsta ungliðafund þar á eftir.
SAS spyr hvort sé tilefni til þess að halda fleiri böll. Siggi er óviss þar sem mikið til voru þetta ekki hinsegin ungmenni, leggur til að gera frekar eitthvað sér fyrir ungliðana (en ekki opin böll).
d) Sölubásar
Fríða segir að fyrstu tölur sýna c.a. 150.000 kr í plús. Guðrún talar um snudduskort í ár. Fríða talar um ákveðið skipulagsleysi og að það þurfi betri mönnun. Misskilningur á meðal stjórnarmanna um hver væri með ábyrgð. Sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum klikkuðu og hættu við á síðustu stundu, passa upp á það næst. Við hefðum mátt leita til Hinsegin daga eftir auka fólki. Þarf að huga að þessum lið fyrr á næsta ári (setja á dagatal framkvæmdastjóra fyrir maí).
3. Beiðni um samstarf TÍ og S78 varðandi mannréttindamál
a) Samstarfshópur
Óskað eftir samvinnu og opnum og flæðandi samskiptum milli stjórnar TÍ og S78. Teymið skipað SAS (S78), Sigga (S78), Erni (TÍ og S78) og Uglu (TÍ). S78 mjög tilbúin að styðja starf TÍ.
b) Misrétti á vinnustað
Varðandi mál konu sem var meinað að nota kvennaklósett á vinnustað þar sem hún er trans. Óskað er eftir aðstoð frá S78 til að taka þetta mál upp og fara með það lengra. Athugun á hvort konan sé að vinna og býr innan t.d. Reykjavíkurborgar og ef svo er að þarf að fara með þetta mál innan Reykjavíkurborgar. Teymið (hér að ofan) mun skoða þetta mál nánar og svo upplýsa stjórn S78 eftir því sem þarf.
4. Úgandasamstarf
APS og Ásthildur (úr alþjóðanefnd) hafa aðallega verið að framkvæma þetta mál. Hafa verið að skoða umsóknargögn til að búa til þróunarsamvinnuverkefni. Umsóknarferlið er viðamikið, hér á landi er tengiliður sem er meðlimur í samtökum Köshu. Mögulega þarf á fjáröflun að halda, sem stjórn S78 þyrfti að taka þátt í. Umsóknarfrestur er 15. sept.
5. Rússland
a) Vetrar-ÓL
Miklar umræður um hvaða aðferðum skal beita. ÁG spyr af hverju Styrmir er ekki í þessari umræðu. ÁG mun ræða við stjórn Styrmis og fá upplýsingar um hvort félagsmenn þeirra vilja vera í samstarfi við S78 varðandi þetta mál. Óska síðan eftir fundi með ÍSÍ, þurfum að vinna heimavinnuna okkar fyrir þann fund.
6. Hátíð vonar/vonbrigða
-
APS og ÁG búin að ræða við Agnesi biskup á fundi í Regnbogasal. Margt rætt og mjög jákvæður fundur. Engin niðurstaða um þessa hátíð, enda fundurinn meira til að opna á samskiptalínur.
-
S78 ætla að fylgjast með þróun mála og vera með aðgerðir eftir því sem á við þegar á líður.
-
Einnig á að boða til regnbogaviðveru hinsegin fólks og stuðningsmanna fyrir utan þessa hátíð þegar hún opnar.
7. Mál Martins hælisleitanda
-
Málið hefur verið endurupptekið og er verið að vinna í því efnislega, sem er frábært. Slíkt tekur yfirleitt nokkra mánuði, þannig það er smá bið fyrir höndum. Best er að halda málinu á lofti og koma þeim í fjölmiðla stuttu áður en því líkur. APS ætlar að hitta hann í kaffi og ræða málin.
-
Einnig spurning um að fá fund með útlendingastofnun og fá upplýsingar um hvernig mál hælisleitanda fara fram. Örn mannréttindafulltrúi S78 gerir það.
8. Lög og reglur í félagsstarfinu
-
Stjórn vill fara að öllum reglum félagsins og á sama tíma vera liðleg og lífleg í starfinu.
-
Siggi spyr hvort fólk í stjórn og trúnó kynnir sér lög félagsins (sem eru aðgengileg á vef S78). Umræður um hlutverk stjórnar og trúnaðarráðs og samvinnu þeirra á milli. ÁG leggur til að trúnaðarráð verði spurt hvort þau séu sátt við að stjórnarmeðlimir biðji einstaka meðlimi trúnó um að taka þátt í ákveðnum verkefnum, til að hugsanlega minnka álagið á umræðuþráðum og koma fleiru í verk.
-
Einnig umræða um hópefli og kynningu á starfsemi S78 þegar nýjir aðilar koma inn í starfið.
9. Skýrslur/dagbækur starfsmanna til stjórnar
-
Atriði sem var samþykkt í vor en ekki fylgt eftir. APS ræðir að stjórn vilji hafa betri yfirsýn yfir starf framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa bæði til að geta sótt um hærri fjárframlög en einnig þekki og viti meira um starfið innan S78.
-
ÁG samþykkir að skila inn vinnupunktum á hverjum föstudegi svo að stjórn geti fylgst með. Hann mun setja þetta inn á Facebook vikulega (umræðuhópi stjórnar). Ugla mun gera slíkt hið sama, en það þarf að láta hana vita – ÁG mun gera það.
-
ÁG er án samnings. Siggi leggur til að gerður verður samningur við hann til að eiga til hliðsjónar þegar næsti framkvæmdastjóri tekur við.
10. Fundur stjórnar og trúnaðarráðs 7. september
-
Verkefni fyrir fundinn að kynna sér lög og reglur félagsins.
-
Hópefli, annað hvort úti eða inni eða bæði.
-
APS leggur til að hópurinn fari út fyrir Reykjavík.
-
ÁG leggur til veiðihús í Heiðmörk. Stjórn tekur vel í það. Plan B er hús í Árbæjarsafni.
-
Þarf að athuga með veitingar.
-
Spurning með að hafa smá mat og drykkjarstund um kvöldið í heimahúsi í miðbæ Rvk eða í húsnæði S78. ÁG býður sína íbúð.
-
(Inn á dagatal framkvæmdastjóra að skrá partý trúnó og stjórnar í nóv, skipuleggja og hafa litlujól/pakkaleik trúnó og stjórnar í byrjun des. Á sama kvöldi skal skrifa og útbúa jólakort til sjálfboðaliða/félagsmanna. Minna SAS á að hún hefur umsjón með þessu kvöldi).
11. Menningarnótt
-
Varalitir komnir í hús. ÁG er í viðræðum við nokkra aðila varðandi að vera með smá uppákomu. Gengur þó erfiðlega að fá staðfest.
-
Varalitaðir macho menn sem verða myndaðir. Gera snyrtiborð við fatahengið. ÁG græjar á vinnutíma.
-
‘Varúð klám’ og stuðningur við hlustun á Hver er karlinn? eftir Hljómsveitina Eva. (Þarf að prenta út ‘Varúð klám’ miða)
-
Sótthreinsispray, ekki smitast af kynhneigð/kynvitund. Prenta út miða um að smitast (Hræddur um að smitast? Og svo fyrir neðan Ef þú vilt smitast talaðu við barþjónana okkar’).
-
Senda flöskuskeyti. ÁG ætlar að athuga með flöskur. Guðrún athugar með lituð blöð.
-
Búa til hashtag #sjúddírarígay.
-
Sýna myndbandið stutta af göngunni í ár upp á skjáinn okkar. Sigga græjar þetta.
-
Upplestur á sjóaralögum, sem ljóð. Örn býður sig fram í þetta verkefni.
-
Barþjónarnir þurfa að vita af viðburðum/uppákomum. Fríða lætur vita.
-
SAS setur inn á Facebook hjá trúnó og biður alla um að taka þátt.
12. Fimmtudagskvöldin í S78
Frestað fram að næsta fundi þegar Gunnar Helgi mætir.
13. Önnur mál
a) Myndband um mannréttindaviðurkenningu á netið
ÁG með þetta á sinni könnu. Á eftir að fá leyfi fyrir því að birta þetta. Klára þetta sem fyrst.
b) Hinsegin málefni í stórri rannsókn á högum framhaldsskólanema
APS, SAS og Auður Magga eru í viðræðum við aðila frá Rannsóknir og Greining sem kölluðu eftir áliti og tillögum eftir fjölmiðlaumfjöllun frá Samtakamættinum. Eru að koma fleiri hinsegin tengdum spurningum inn í könnun sem verður lögð fyrir alla framhaldsskólanema á næsta ári.
c) Styrkumsóknir vegna fræðslu handa ráðgjöfum
Verkefni handa ÁG. Fylgjast með styrkjum sem eru í boði og sækja grimmt um. SAS og ráðgjafar verða honum innan handar.
d) No H8 og Mannréttindaskrifstofa
Setta María í þessu – fer í loftið 1. sept.
e) Stattu með verkefnið
Hannes og ÁG hafa verið að vinna þetta. Hannes sér ekki fram á að geta klárað þetta verkefni. ÁG veltir fyrir sér samstarfsmöguleikum. Hrabba er til í að vera í kringum verkefnið. Lagt til að heyra í Höllu Kristínu – ÁG fer í það.
Fundi slitið: 23:00
Næsti fundur verður:
Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir