Skip to main content
FundargerðirStjórn

9. stjórnarfundur S78 8. ágúst 2012

By 22. ágúst, 2012mars 6th, 2020No Comments

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Hafþór Loki Theodórsson (Þór) situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Ugla Stefanía Jónsdóttir boðaði forföll. 

Fundur settur 17:35

 1. Fundargerðir 7. og 8. fundar bornar til samþykktar 
  Báðar samþykktar
 2. Undirbúningur hinsegin daga 
  *Verðum í bolum sem á stendur “Stoltur félagi” og eru þeir bolir í prentun. Fremst verða 3 fánar þ.e. fáni Samtakanna, regnboginn og svo íslenski fáninn. Mummi óskar eftir að halda á S’78 fánanum, Fríða með Íslenska fánann og Siggi með regnbogafánann.  Síðan koma aðrir stjórnar og trúnaðaráðsmeðlimir auk annarra félaga í fyrr nefndum bolum.  
  Einhverjir hafa meldað sig en endilega reynum að fá fleiri með okkur. Svavar athugar hjá sér hvort hann sé ekki með íslenska fánann með franskarennilásnum. 
  Fríða talar við Ragnar Óla varðandi fánastangirnar.
  *Gulli búin að leigja 3 tjöld gegnum skátana eða 2 tjöld og 1 sölukerra. Kanna hjá Pésa varðandi söluborð. 3 fiskikör verða tilbúin við Fiskmarkaðinn með ís kl. 10 á laugardagsmorgun.
  Fáum lánað 10 sjálfboðaliða sem Hinsegin dagar hafa reddað frá Seeds hópnum og verða þau í sölutjöldunum, amk 3 í hverju. 
  Gulli er á fullu í að skipuleggja og panta sælgæti og gos.
  Kók, sprite, vatn(venjulegt), fanta og svali.  Súkkulaði, amk prins polo og kannski eitthvað fleiria og svo sleikjó. Seljum einnig merkin okkar. 
  Árni Grétar sækir posana og Gulli sækir skiptimynt.
  *Mannréttindaviðurkenningarnar eru í vinnslu og handrit af því sem Mummi mun segja er tilbúið og búið að senda til Hinsegin daga svo túlkar geti undirbúið sig. 
  Gulli kaupir blómvendi, Mummi kaupir ramma fyrir viðurkenningarskjölin, Árni Grétar sér um skjölin sjálf. Erum fyrsta atriði eftir hlé líkt og í fyrra. 
 3. Menningarnótt
  Höfum opið milli 14 og 22 eins og í fyrra.
  Búið að senda texta í Grapewine, Fréttablaðið og Visitreykjavik.is. 
  Hljómsveitin Ylja kemur og skemmtir, spurning um Hinsegin kórinn. Lay Low hefur ekki svarað. Spurning  með Elínu Ey, Viggó og Víóletta? John Grant hefur ekki svarað. 
  Skreytum salinn/veggi með ýmsum upplýsingum um félagið og starfsemina. Má bara nota þær upplýsingar sem eru í ársskýrslunni. Mummi sér um það. Árni Grétar talar við hagsmunafélögin um að þau komi með einhverja lýsingu á félögum sínum. 
  Lifandi bókasafn, Siggi reynir að finna fólk í slíkt. 
  Það þarf að manna húsið. Fríða setur upp vaktaplan þar sem hægt er að skrá sig á vaktir á facebook síðu stjórnar og trúnaðarráðs. 
  Lifandi bókasafn milli 15 og 17, kórinn kl. 20? ef þau koma
  Fá dragg kóng og drottningu í heimsókn?
 4. Hauststarfið
  Vesturferð, þarf að ýta því af stað. Mummi og Fríða kanna sín skjöl hvort þau eigi einhverjar fundargerðir eða upplýsingar um það hver ætlaði að sjá um slíkt. 
 5. Fjöldi félaga
  Félögum fjölgar smátt og smátt en staða félaga 17.júlí 2012 voru 425 greiddir félagar,  4.júní voru þeir 406. 
  Auglýsingaherferðin „stoltur félagi” gengur ekkert allt of vel og er ekki komin í gang.  Ef 10 einstaklingar eru komnir þá er vel hægt að byrja. Þurfum að byrja á þessu strax að loknu pride.
 6. Önnur mál
 • Erum skráð vörumerki sem Félag lesbia og homma á Íslandi. Tala við einkaleyfisstofu og fá ráðgjöf. Gulli fer í málið.
 • Riff: Tom Calinn kemur til landsins. Spurt hvort við getum aðstoðað við kostnað á slíku. Árni Grétar kannar með sendiráð Bandaríkjanna hvort þau séu til í að hjálpa til við þetta, við getum amk ekki styrkt peningalega séð.
 • Árni Grétar bíður eftir að fá greinagerð frá Þorsteini (formaður húsfélags) varðandi portið. Spurning um að ýta eftir því.

Fundi slitið 18:53
Næsti fundur miðvikudaginn 22. ágúst kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars

Leave a Reply