Félagsheimili Samtakanna ’78 ber mörg nöfn. Sum tala um Regnbogasalinn, önnur félagsheimili og enn önnur Suðurgötu 3. Hingað eru öll velkomin.
Suðurgata 3 - Heimili Samtakanna '78
Samtökin ’78 festu kaup á Suðurgötu 3, 101 Reykjavík um mitt ár 2014. Suðurgatan hýsir Regnbogasal Samtakanna, ráðgjafaherbergi og fundaraðstöðu stjórnar.
Tjarnargata 4 - Skrifstofa Samtakanna ´78
Skrifstofa Samtakanna ’78 er á 4. hæð að Tjarnargötu 4. Þar er einnig ráðgjafarými. Rýmið var tekið í notkun vorið 2025. Skrifstofan er opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 9-16.