Framboð til stjórnar
Segðu okkur frá þér, hver ertu?
Ég er 41 árs Intersex aktivisti, ættuð frá Austurlandi og bý í Reykjavík með manninum mínum og tveim kisum sem ráða hér á heimilinu. Ég á von á barnabarni í Apríl og hef brennandi áhuga á mannréttindabaráttu, kaffi og að elda góðan mat.
Fyrri störf og reynsla hjá Samtökunum ’78 og hvaða reynslu munt þú koma með inn í Samtökin ’78
Ég sat í stjórn Samtakanna 78 frá 2014, árið sem intersex Ísland gerðist hagsmunafélag í samtökunum til ársins 2018 þegar ég ákvað að einbeita mér meira að uppbyggingu evrópsku intersex hreyfingarnar. Á árunum sem ég var í stjórn samtakanna tók ég þátt í að koma Samtökunum í nýtt húsnæði og tók þátt í því uppbyggingarstarfi sem átti sér stað til að fagvæða félagið frekar og geta til framtíðar aukið starfsmannahald félagsins.
Ég kem með víðtæka reynslu sem nýtist í starfi stjórnar Samtakanna 78, reynslu úr íslenskri stéttarfélagsbaráttu sem trúnaðarmaður vinnustaðs og var í gegnum þá stöðu virk í starfi SFR (nú Sameyki). Ég var öryggistrúnaðarmaður vinnueftirlitsins á vinnustað til nokkurra ára og sá um gerð áhættumata og neyðaráætlana fyrir meðalstóran vinnustað.
Ég tók þátt í uppbyggingu Organisation Intersex International – Europe (OII-Europe) á árunum 2014-2021. Árið 2014 var OII-Europe óskráð félag, með heimasíðu, facebook síðu, póstlista, enga starfsmenn og enga fjármögnun. Á árunum sem ég sat í stjórn skráðum við félagið, byggðum hægt upp fjármagnstöðu og starfsmannahald þess og þegar ég ákvað að minnka við mig ferðalög og einbeina kröftum mínum aftur heima á Islandi var félagið komið með 5 starfsmenn og trygga framtíðar fjármögnun. Á árum mínum hjá OII Europe öðlaðist ég mikla reynslu við skipulagninu stórra þýðingarverkefna þar sem stuttum textum var þýtt á all flest evrópsk tungumál og umfangsmiklar handbækur þýddar á helstu evrópsku tungmál sem þyrfti til að ná sem víðtækastri upplýsingadreifingu innan Evrópu. Ég skipulagði líka OII Europe community event og public conference 2018 í kaupmannahöfn með staðar gestgjöfum okkar Copenhagen Pride og sá ein um það fyrir hönd OII Europe, útekktir á því húsnæði sem CPH-Pride stakk upp á, öll samskipti við þáttakendur, samskipti við sendiráð vegna vegabréfsáritina, pantanir á öllum flugum, samskipti við þjónustuaðila, skipulagningu sérviðburðar með Amnsesty International og Amnesty International í Denmark í beinu framhaldi og ýmislegt fleira.
Í báðum þessum verkefnum öðlaðist ég reynslu við að stýra stórum verkefnum með fjölbreyttri og flókinni fjármögnun. Ég vann einnig að fagvæðingu OII-Europe og kom með mjög virkum hætti að gerð allra handbóka og verkeferla sem þurftu að vera til staðar til að koma félaginu á þann stað að geta sótt um fjármagn beint til Evrópusambandsins og var fyrsti LEAR (Legal Entity Appointed Representative) félagsins og bar ábyrgð á að allar lagalegar og fjárhags upplýsingar væru réttar í kerfum Evrópusambandsins.
Sem formaður Intersex Íslands var ég virk í vinnu við lög um kynrænt sjálfræði frá fyrsta degi við þá vinnu og kem til með að sitja í nefnd forsætisráðherra um endurskoðun á kyneinkenna hluta laga um kynrænt sjálfræði og það er von mín að nú náum við loks vernd fyrir líkamlega friðhelgi allra barna með ódæmigerð kyneinkenni.
Hvað leggur þú höfuðáherslu á þegar kemur að starfi Samtakanna ’78?
Ég legg höfuðáherslu á að raddir allra hópa undir hinsegin regnhlífinni endurspeglist í starfi samtakanna með sem fjölbreyttustum og víðtækustum hætti. En einnig að sú innviðauppbygging sem þarf að eiga sér stað með stórlega auknum umsvifum og starfsmannahaldi tryggi stöðu og styrk félagsins til framtíðar. Öflugt og gott starf hefur unnist á árunum eftir að ég steig til hliðar og mér væri sannur heiður að koma aftur inní starf samtakanna og taka þátt í að halda þeirri vinnu áfram.
Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag?
Mat mitt á stöðu samtakanna í dag er að starfsemin hefur blómstrað og dafnað á síðustu árum með góðu stjórnarfólki og einstaklega góðu starfsfólki. Þegar það var afnumið að deila trúnaðrbók stjórnar milli fráfarandi og komandi stjórnar var hætt að miðla ákveðnum upplýsingum sem tryggðu öryggi félagsins. Þar komu fram trúnaðarupplýsingar um viðkvæm mál stjórnar sem ekki var hægt að birta í almennum fundargerðum. Uppbygging félagsins hefur orðið gríðarleg á síðustu árum og með frekari og nauðsynlegri aukningu í starfsmannahaldi verður rík nauðsyn á faglegu stjórnarstarfsemi þar sem miðlun upplýsinga og trúnaðargagna milli fráfarandi og komandi stjórna sé trygg og fagleg. Þar vil ég meðal annars leggja krafta mína fram.