Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Samtakanna ’78 og Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík rituðu á dögunum opið bréf til færeysku þjóðarinnar vegna mannréttinda samkynheigðra í landinu og birtist það í vikunni í blaðinu Dimmalætting. Hér að neðan birtum við bréfið á íslensku og færeysku.
Kæru Færeyingar
Undanfarna daga og vikur hefur verið mikil umræða um það á Íslandi og víðar í heiminum hvernig komið er mannréttindum samkynhneigðra í Færeyjum. Fólskuleg árás á einn af ykkar elskulegustu tónlistarmönnum, Rasmus Rasmussen, hefur vakið óhug og erfitt er að skilja hvernig það getur gerst í norrænu nútímasamfélagi að ungur maður eins og Rasmus verði fyrir áreiti og slíkri árás fyrir það eitt að vera samkynhneigður.
Við þekkjum reyndar þessa sögu, því að þessir viðburðir minna mjög á það sem gerðist á Íslandi fyrir þrjátíu árum. Þá flúði ungur tónlistarmaður, Hörður Torfason, af landinu eftir ítrekaðar árásir og morðhótanir eftir að hann fyrstur landa okkar opinberaði samkynhneigð sína í íslensku blaðaviðtali. Þótt hliðstæðurnar séu augljósar eru núna runnir upp nýir tímar á Vesturlöndum og við drauga fortíðarinnar verður ekki unað.
Íslendingar og Færeyingar eiga margt sameiginlegt. Báðar þjóðirnar eru fámenn og friðsöm sjómannasamfélg sem bera virðingu fyrir mannslífum, þar sem allir skipta máli. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það er samkynhneigður einstaklingur í öllum fjölskyldum og við trúum því ekki að Færeyingar séu, frekar en Íslendingar tilbúnir til að afneita börnum sínum vegna tilfinninga þeirra. Þvert á móti trúum við því að Færeyingar elski og virði börn sín.
Samkynhneigðir hafa með rökfastri baráttu og með stuðningi ættingja og vina sinna náð að tryggja mannréttindi sín til jafns við aðra á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. Sú barátta hefur opnað augu foreldra og vina og skapað skilning og ást sem öllum foreldrum er í brjóst borin. Ástin spyr ekki um kyn. Ástin krefst bara skilnings.
Góð réttarstaða samkynhneigðra á Norðurlöndum vekur athygli um allan heim og er öðrum ríkjum til fyrirmyndar. Sú þögn sem eitt sinn umvafði þetta málefni hér á Íslandi hefur verið rofin og framsýnir og réttlátir stjórnmálamenn hafa tryggt réttarstöðu homma og lesbía á Íslandi með lögum – og hver er útkoman? Jú, landflótti homma og lesbía frá Íslandi heyrir sögunni til og nú eiga samkynhneigðir einstaklingar sömu tækifæri til að lifa hamingjusömu lífi í sátt og samlyndi við fjölskyldu sína og umhverfi. Það hefur svo sannarlega enginn tapað á því.
Þar með er ekki sagt að mannleg vandamál séu úr sögunni. Enn er það mörgum samkynhneigðum Íslendingum átak að gangast við tilfinningum sínum og vissulega veldur það stundum sálarangist. En það er miklu auðveldara að takast á við þessar tilfinningar þegar ljóst er að samfélagið mun ekki útskúfa lesbíum og hommum, þegar alþjóðakannanir sýna að 90% þjóðarinnar sætta sig ekki við að þau séu lögð í einelti.
Árið 1999 komu 1500 manns saman í miðborg Reykjavíkur til að samgleðjast með samkynhneigðum á Hinsegin hátíð í árangursríkri mannréttindabaráttu sem hefur tryggt jafnan rétt homma og lesbía á við aðra þegna þessa lands. Undanfarin fjögur ár hafa á bilinu 40–50 þúsund manns á ári hverju tekið þátt í Hinsegin dögum í Reykjavík sem eru orðnir þriðja stærsta fjölskylduhátíð á Íslandi. Þannig hafa samkynhneigðir, vinir, ættingar og aðrir aðstandendur náð að sameinast sem ein fjölskylda. Við vitum að þetta getur líka gerst í Færeyjum ef fólk leyfir sér að opna hjörtu sín í virðingu fyrir dætrum sínum, sonum, vinum og frændfólki.
Það er trú okkar að Færeyingar muni rísa upp fyrir almennum mannréttindum og að færeyskir foreldrar muni verja börn sín. Við skorum á vini samkynhneigðra Færeyinga að koma systrum sínum og bræðrum til varnar og styðja að Lögþingið samþykki lög sem tryggja að það sé refsivert að níðast á fólki fyrir kynhneigð sína. Við treystum því að kærleikurinn muni ná yfirhöndinni í hjarta Færeyinga og að færeyska fjölskyldan styðji við bakið á sínu fólki og útskúfi ekki þeim börnum sínum sem síst mega þess. Hugur okkar er með öllum þeim færeysku hommum og lesbíum sem hingað til hafa þorað að gangast við tilfinningum sínum, þeim sem hafa orðið að flýja land, og þeim sem þora ekki að opinbera hver þau eru í ótta við útskúfun og barsmíðar. Og hugur okkar er með öllum þeim Færeyingu sem sjá og skilja að mannréttindi eru ekki fyrir suma heldur alla Færeyinga.
Með bestu kveðju
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
formaður Samtakanna ’78
Heimir Már Pétursson
Framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík
Á færeysku:
Góðu føroyingar
Teir síðstu dagarnar og vikurnar hevur verið mikil umrøða í Íslandi og aðrastaðni um, hvussu statt er í Føroyum, tá ið tað ræður um mannarættindi hjá samkyndum. Eitt mishátt álop á ein av tykkara elskuligastu tónlistarmonnum Rasmus Rasmussen vekur óhug og ringt er at skilja, hvussu tað ber til í einum norrønum nútíðar samfelagi, at ein maður sum Rasmus verður fyri happing og sovorðnum álopi einans fyri tað at vera samkyndur.
Vit kenna í roynd og veru hesa søguna, tí hesar hendingarnar minna nógv um tað, sum hendi í Íslandi fyri tríati árum síðan. Tá flýddi ein ungur tónlistarmaður, Hörður Torfason, av landinum eftir íendurtikin álop og morðhóttanir eftir að hann sum tann fyrsti av landsmonnum okkara opinberaði samkynd sína í einum íslenskum blaðaviðtali. Hóast líkskapurin er eyðsýndur, eru nýggjar tíðir nú runnar upp í Vesturheiminum og skúmaskotini eru ov upplýst fyri teir gomlu dreygarnar.
Íslendingar og føroyingar hava mangt í felag. Báðar tjóðirnar eru fáment og friðsom sjómannasamfeløg, sum bera virðing fyri mannalívum, tí at øll hava týdning. Altjóðarannsóknir vísa, at onkur samkyndur einstaklingur er í øllum familjum, og vit trúgva als ikki, at fø
royingar heldur enn íslendingar eru til reiðar at avnokta síni børn vegna tær kenslur tey bera í barmi. Tvørturímóti trúgva vit, at føroyingar elska og virða síni børn.
Samkynd hava við skilvísum stríði og við stuðli frá ætt og vinum tryggjað mannarættindi síni á jøvnum føti við onnur í Íslandi og í øðrum Norðurlondum á undanfarnu árum. Tað stríðið hevur latið eyguni upp á foreldrum og vinum og skapt fatan og kærleika, sum øllum foreldrum er í holdið borin. Kærleikin spyr ikki um kyn. Kærleikin spyr bara eftir skilningi.
Tann sterka rættarstøðan hjá samkyndum í Norðurlondum vekur ans um allan heimin og er fyrimynd hjá øðrum londum. Tað er komið hol á ta tøgnina, sum hetta málið einaferð var innvavt í í Íslandi, og rættvísir politikarar hava tryggjað rættarstøðuna hjá gjeikarum og lesbium í Íslandi – og hvat er úrslitið? Jú, tað hoyrir nú søguni til, at gjeikarar og lesbiur flýggja úr Íslandi, og nú eiga samkyndir einstaklingar somu rættindi sum onnur til at liva eydnuríkt lív í sátt og semju við familju og umhvørvi. Sanniliga hevur eingin mist við tað.
Harvið er ikki sagt að menniskjanslig vandamál eru farin tíð. Enn er tað eitt tak hjá mongum samkyndum Íslendingum at viðganga kenslur sínar, og vissuliga veldur tað viðhvørt sálarangist. Men tað er væl lættari at handfara hesar kenslurnar, tá ið tað er vitað, at samfelagið ikki útihýsir lesbium og gjeikarum, tá ið altjóðakanningar vísa, at 90% av tjóðini letur sær ikki lynda, at tey verða háða.
Árið 1999 komu 1500 fólk saman í miðbýnum í Reykjavík á „Gay Pride“ til at gleðast saman við samkyndum um úrslitagott stríð fyri mannarættindum, sum hevur tryggjað gjeikarum og lesbium javnan rætt við onnur í samfelagnum. Tey seinastu fýra árini hava umleið 40–50 túsund fólk tikið lut í „Hinsegin dögum – Gay Pride“ ella „Døgunum hjá hinum slagnum“ í Reykjavík, sum nú er triðjastørsta familjuhøgtíðin í Íslandi. Soleiðis standa samkynd, ætt og vinir og onnur avvarðandi nú saman sum ein familja. Vit vita, at hetta kann eisini henda í Føroyum, um bara fólk lata hjørtu síni upp í virðing fyri døtrum og sonum, vinum og frændum sínum.
Tað er okkara fasta sannføring og trúgv, at føroyingar fara at standa saman um almenn mannarættindi, og at føroysk foreldur fara at verja børn síni. Vit vilja elva vinum hjá samkyndum føroyingum til at koma systrum og brøðrum sínum til hjálpar og styðja, at Løgtingið samtykkir lóg, ið tryggjar, at tað er revsivert at háða fólk fyri kynssamleika teirra. Vit líta á, kærleikin verður við yvirlutan í hjørtum føroyinga, og at tann føroyska familjan stendur saman við sínum og stuðlar tey og ikki avnoktar og rekur tey børn frá sær, sum mestan tørv hava fyri stuðli. Hugur okkara er hjá øllum teimum føroysku gjeikarum og lesbium, sum higartil hava torað at standa við kenslur sínar, teimum sum hava noyðst at flýggja av landinum og teimum, sum ikki tora at opinbera, hvørji tey eru av ótta fyri útskúgvan og harðskapi. Og hugur okkara er hjá øllum teimum føroyingum, sum síggja og skilja, at mannarættindi eru ikki fyri summar men fyri allar føroyingar.
Við bestu hilsan
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
formaður í Samtökin ’78
Heimir Már Pétursson
stjóri fyri „Hinsegin dögum í Reykjavík“
Týtt úr íslendskum: Turið Sigurðardóttir.