Viðstödd eru: Álfur, Bjarndís, Jóhannes, Kristmundur, Mars, Þórhildur, Vera, Hrönn (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Daníel (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 16:03.
1. Jól
Stjórn ræðir mögulega dagsetningu jólagleði stjórnar og starfsfólks og fyrirkomulag hennar. Stjórn ræðir einnig möguleika á að sækja um styrk til Reykjavíkurborgar vegna jólatengds viðburðahalds. Mars bíður sig fram til utanumhalds.
2. Undir regnboganum
Bjarndís segir frá fyrirhuguðu verkefni um hinsegin sögu fyrir yngri kynslóðir. Stjórn samþykkir aðkomu Samtakanna ‘78 að þessu verkefni.
3. Samantekt frá ILGA-ráðstefnu
Álfur og Kristmundur segja frá för sinni á árlega ráðstefnu ILGA Europe í Slóveníu.
Hrönn víkur af fundi.
4. Starfsmannamál
Daníel segir frá ráðningarmálum. Búið er að finna manneskju í starf rekstrarstýris og gengið verður frá ráðningu fljótlega. Umsóknir hafa borist í önnur auglýst storf. Mikið álag er á skrifstofu og mikið að gera. Stjórn ræðir ýmis starfsmannamál.
Hrönn snýr aftur á fundinn.
5. Önnur mál
Jóhannes veltir fyrir sér hvort hægt sé að nýta chatbot í svörun erinda. Stjórn ræðir samfélagsmiðla.
Bjarndís segir frá fyrirhugaðri ferð hennar og Bergrúnar til Finnlands að kynna sér sjálfboðastarf.
Fundi slitið: 17:00.