Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 16:05.
1. Yfirferð og samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar
Stjórn hefur lesið fundargerð síðasta stjórnarfundar og samþykkir hana.
2. Félagaráð
Félagaráð fundaði á föstudaginn eftir aðalfund með Bjarndísi formanni. Hún segir frá fundinum. Anna Katrín er oddviti félagaráðs, Sigríður Ösp er áfram áheyrnarfulltrúi ráðsins í stjórn, vara-áheyrnarfulltrúi er Hrafnhildur. Félagaráð hefur ákveðið að funda einu sinni í mánuði og mikill hugur er í liðsmönnum að leggja sitt af mörkum.
3. Vinnuhelgi stjórnar og starfsfólks
Vinnuhelgi stjórnar og starfsfólks er fyrirhuguð 23.-25. maí nk. Stjórn ræðir mögulega dagskrá og verkefni helgarinnar.
4. Hinsegin Bandaríkjamenn
Hinsegin Bandaríkjamenn komu saman á Suðurgötu og funduðu með Bjarndísi, Kára og Þorbjörgu. Þau segja frá. Fundurinn var gagnlegur og skilaði miklu, greinilegt að þörf var á framtakinu. Í skoðun er að stofna sérstakan stuðningshóp Bandaríkjamanna. Stjórn ræðir.
5. Hamingjuhlaupið
Hamingjuhlaupið er 17. maí. Hrönn fer yfir stöðu mála. Sjálfboðaliða þarf til að sinna allskyns hlutverkum í tengslum við hlaupið. Auglýsingar fyrir hlaupið fara brátt í gang.
6. Önnur mál
a. Kári og Bjarndís fóru á „hinsegin prom“ í Hinsegin félagsmiðstöðinni. Bjarndís segir frá.
b. Bjarndís og Kári funduðu með Hrefnu og fleirum í Hinsegin félagsmiðstöðinni um ungmennastarfið, sér í lagi 16-17 ára, með tilliti til verkferla og fleira. Ýmsu er ábótavant þar en stendur til að laga það.
Fundi slitið: 16:10.