Fréttir

Samtökin ’78 á Hinsegin dögum í Reykjavík

[English below] Samtökin ‘78 tóku að vanda þátt í Hinsegin dögum af fullum krafti. Ólíkt því sem margt fólk heldur, þá koma Samtökin ‘78 ekki með beinum hætti að skipulagningu Hinsegin daga. Hinsegin dagar eru sjálfstætt félag með eigin stjórn og fjárhag – en félagið á vissulega hagsmunaaðild að Samtökunum ‘78 og tengsl félaganna tveggja eru sterk. 

Stjórn, sjálfboðaliðar og starfsmaður Hinsegin daga fengu athvarf í húsnæði Samtakanna ‘78 í aðdraganda hátíðarinnar og meðan á henni stóð. Það var því mikið líf að Suðurgötu 3 í byrjun ágúst og við þökkum Hinsegin dögum kærlega fyrir farsæla sambúð. 

Starfsfólk Samtakanna ‘78 var fengið til þess að aðstoða við Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga, en Sigga Birna, teymisstýra ráðgjafa, stýrði pallborði sem bar heitið Hvernig móta áföllin sem við lendum í sjálfið og hinsegin samfélagið okkar? Þá stýrði Þorbjörg, samskipta- og kynningarstjóri, pallborðinu Samstaða samfélags í baráttu. Í Tímariti Hinsegin daga voru þrjár greinar frá starfsfólki og stjórn Samtakanna ‘78: Lagaleg réttindi skipta máli eftir Kára Garðarsson, framkvæmdastjóra, Er ég lesbía? eftir Bergrúnu Andradóttur, skrifstofustjóra, og  „Láttu fólk vita að samkynhneigðir eru engir aumingjar“ eftir Veru Illugadóttur, stjórnarmeðlim. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna ‘78, var ritstjóri tímaritsins í ár líkt og undanfarin ár. 

Samtökin ‘78 voru hluti fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við Hinsegin daga líkt og venja er. Bjarndís Helga fór í viðtal fyrir sérstakan útvarpsþátt Bjarna Snæbjörnssonar, Mennska og mannréttindi, á Rás 1 ásamt Sveini Kjartanssyni, stjórnarmeðlimi Samtakanna ‘78 og Reyn Alpha, forseta Trans Íslands. Sveinn var einnig einn viðmælenda í sjónvarpsþættinum Hinsegin dagar, vikur, mánuðir og ár í umsjá Sigga Gunnars, sem sýndur var á RÚV á sunnudeginum eftir Gleðigönguna. Edda Sigurðardóttir, fræðslustýra, ræddi einnig við fréttastofu RÚV um það hvernig best sé að tala um fordóma við börn og ungmenni.  

Tvær greinar birtust á vefsíðu Vísis frá Samtökunum ‘78 í tilefni Hinsegin daga. Annars vegar frá Kára Garðarssyni, framkvæmdastjóra, um lagaleg réttindi og mikilvægi þeirra og hins vegar frá Þorbjörgu, samskipta- og kynningarstjóra, um Gleðigönguna sem tjáningu á frelsi hinsegin fólks. 

Í Gleðigöngunni sjálfri gengu um 70 manns með Samtökunum ‘78 undir yfirheitinu Við stöndum saman. Þema atriðisins í ár snerist þannig um samstöðu þess fjölbreytta hóps sem er innan raða Samtakanna ‘78 hvert með öðru – og þá sérstaklega með trans fólki, sem á undir högg að sækja þessi misserin. Samtökin ‘78 fengu stuðning til atriðisins frá Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans, auk þess að fá aðstoð frá Hreinum görðum með bíla og kerrur – og keyrslu á deginum sjálfum! Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn, auk þess sem við þökkum öllum þeim sem gengu með okkur í Gleðigöngunni og þeim sem fögnuðu með okkur í miðborg Reykjavíkur fyrir fallegan dag.

Að lokum viljum við óska Hinsegin dögum innilega til hamingju með vel heppnaða hátíð!

Mynd: Sunna Ben

 

Mynd: Sunna Ben

 

Mynd: Sunna Ben

 

// Samtökin ‘78 took part in Reykjavik Pride this year. Contrary to what many people think, Samtökin ‘78 is not directly involved in the organization of Reykjavik Pride. Reykjavik Pride is an independent organization with its own board and finances. However, it is a member organization of Samtökin ‘78 and the relationship between the two organizations is strong.

 

The board, volunteers and employee of Reykjavik Pride had access to the premises of Samtökin ‘78 in the run-up to and during the festival. There was therefore a lot of life at Suðurgata 3 in early August and we thank Reykjavik Pride very much for the successful cohabitation.

The staff of Samtökin ‘78 were part of the Rainbow Conference of Reykjavik Pride, and Sigga Birna, Lead Consultant, led a panel entitled How do the traumas we experience shape our self and our queer community? Then, Þorbjörg, Head of Communications, moderated the panel United in Resistance. The Reykjavik Pride magazine featured three articles from the staff and board of Samtökin ‘78: Legal Rights Matter by Kári Garðarsson,  our Executive Director, Am I a Lesbian? by Bergrún Andradóttir, our Office Manager, and „Let People Know That Homosexuals Are Not Cowards“ by Vera Illugadóttir, board member. Bjarndís Helga Tómasdóttir, President of Samtökin ‘78, was the editor of the magazine this year, as in previous years.

Samtökin ‘78 was part of the media coverage in connection with Reykjavik Pride, as usual. Bjarndís Helga was interviewed for a special radio program by Bjarni Snæbjörnsson, Mennska og mannréttindi (Humanity and human rights), on Rás 1, along with Sveinn Kjartansson, board member of Samtökin ‘78, and Reyn Alpha, President of Trans Iceland. Sveinn was also one of the interviewees in the television program Hinsegin dagar, vikur, mánuðir og ár (Queer Days, Weeks, Months and Years) hosted by Siggi Gunnars, which was shown on RÚV on the Sunday after the Pride Parade. Edda Sigurðardóttir, our Director of Education, also spoke to RÚV’s newsroom about how best to talk about prejudice with children and young people.

Two opinion articles appeared on the Vísir website from Samtökin ’78 on the occasion of Pride. The first was by Kári Garðarsson on legal rights and their importance, and the other by Þorbjörg Þorvaldsdóttir about the Pride Parade as an expression of freedom for queer people.

In the Pride Parade itself, around 70 people marched with Samtökin ’78 under the slogan We Stand Together. The theme of this year’s float was about the solidarity of the diverse group within the ranks of Samtökin ‘78 with each other – and especially with trans people, who face relentless attacks these days. Samtökin ‘78 received support for the float from Hinsegin dagar and Landsbankinn, in addition to receiving assistance and trucks from Hreinir Garðar. We thank them very much for their support, as well as we thank all those who walked with us in the Pride Parade and those who celebrated with us in downtown Reykjavík during this beautiful day.

Finally, we would like to sincerely congratulate Reykjavik Pride on a successful festival!