Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri)
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:35.
1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Kvikmyndasafn
Við tiltekt í geymslu Samtakanna ’78 fundust meðal annars erlendar kvikmyndir á filmu og sýningarvél. Kvikmyndasafn Íslands hefur boðist til að geyma þetta góss. Stjórn samþykkir það.
3. Borgarleikhúsið
Stjórn ræðir samstarf Samtakanna og Borgarleikhússins á síðasta leikári, og möguleika á áframhaldandi samstarfi á næsta leikári.
4. Starfsmannamál
Framkvæmdastjóri flytur stjórn fréttir af starfsmannamálum á skrifstofu.
5. Hinsegin dagar
Kári fer yfir undirbúning fyrir þátttöku Samtakanna í gleðigöngu Hinsegin daga. Undirbúningur er í fullum gangi og í góðum höndum. Stjórn ræðir.
Fundi slitið: 16:08.