FundargerðirStjórn

9. stjórnarfundur 2025

By 19. ágúst, 2025ágúst 21st, 2025No Comments

Viðstödd eru: Bjarndís, Hannes, Hrönn, Jóhannes, Vera, Sigríður Ösp (áheyrnarfulltrúi félagaráðs), Kári (framkvæmdastjóri) 

Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir

Fundur settur: 15:38.

 

  1. Samþykkt fundargerðar síðasta fundar

Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar. 

 

  1. Borgarleikhús, niðurstaða fundar og umræða

Hannes sótti fund með leikhópnum Stertabendu vegna sýningar hópsins í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Hann fer yfir punkta sína frá fundinum og stjórn ræðir næstu skref í samstarfi við leikhúsið.

 

  1. Reykjavíkurmaraþon

Kári fer yfir stöðuna í fjáröflun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon og stuðning við hlaupara. 

 

  1. Jólagleði

Stjórn ræðir jólagleði Samtakanna í ár. Rétt er að hefja undirbúning snemma. Bjarndís stingur upp á laugardegi fyrir fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember. Það er samþykkt. Jóhannes, Leifur og Hrönn vilja ólm taka þátt í undirbúningi gleðinnar. 

 

  1. Aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks

Bjarndís segir frá síðasta fundi sínum með fulltrúum dómsmálaráðuneytis vegna aðgerðaáætlunar í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2026-2029. Stjórn ræðir. Stjórn er eindregið þeirrar skoðunar að aðgerðaáætlunin fari í gegnum þingið og fái þinglega samþykkt.

 

  1. Starfsmannamál

Kári fer yfir starfsmannamál á skrifstofu. Stjórn ræðir.

 

  1. Önnur mál
  2. Stjórn ræðir vinnuhelgi stjórnar og starfsfólks í september. 
  3. Stjórn fer yfir nýafstaðna Hinsegin daga ársins.

 

Fundi slitið: 16:33.