AuglýsingFræðslustarf

Fræðarar óskast í fræðsluteymi Samtakanna ’78

By 17. október, 2025október 29th, 2025No Comments

Viltu stuðla að aukinni þekkingu og skilningi á málefnum hinsegin fólks?

Samtökin ’78 leita að fræðurum til að ganga til liðs við fræðsluteymið okkar!

Fræðarar Samtakanna heimsækja skóla, íþróttafélög, stofnanir og fyrirtæki og fræða um hinsegin málefni á aðgengilegan og fordómalausan hátt – m.a. um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni, fjölbreytileika og mikilvægi þess að koma af virðingu fram við allt fólk. Samtökin ‘78 sinna hinsegin fræðslu um allt land og leitum við því að fræðurum í teymið okkar óháð búsetu.

Við leitum að fólki sem:

  • Hefur brennandi áhuga á mannréttindum og hinsegin málefnum
  • Hefur góða samskiptahæfni og hæfileika að koma fram fyrir framan hópa
  • Er sveigjanlegt og tilbúið að sækja þjálfun hjá Samtökunum ’78

Við bjóðum:

  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif
  • Þjálfun og stuðning
  • Sanngjarnar verktakagreiðslur
  • Hlýlegt og styðjandi starfsumhverfi

📅 Umsóknarfrestur: 1. nóvember 2025
📨 Umsóknir og fyrirspurnir: kari@samtokin78.is
🔗 Nánar: https://samtokin78.is/starfsemin/um-fraedsluna/

Samtökin ’78 hvetja öll þau sem áhuga hafa og fólk með fjölbreyttan bakgrunn til að sækja um.