FréttirMenning

Í orðum felst nánd og í tungumálinu liggur styrkur: Samtökin ‘78 verðlaunuð fyrir framlag til íslenskrar tungu

[English below] Samtökin ‘78 hlutu í gær 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu 2025, sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, veitti Samtökunum ‘78 verðlaunin – en þau fær félagið fyrir nýyrðasmíð og baráttu fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt voru við sama tilefni, hlaut Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla. Þau hlaut hún fyrir óeigingjarnt starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 óska henni innilega til hamingju. 

Rökstuðningur dómnefndar:

„Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu hljóta Samtökin ‘78, hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.

Frá stofnun Samtakanna ‘78 árið 1978 hefur íslensk tunga skipað miðlægan sess í starfi þeirra. Stór hluti af baráttu þeirra fyrir réttindum hinsegin fólks er krafan um tilverurétt innan tungumálsins enda er íslenska lykillinn að íslensku samfélagi. Sú vinna hefur ekki bara snúist um að berjast gegn útilokun og notkun fordæmandi orða heldur ekki síður um skapandi nýyrðasmíði. Fyrstu mótmælaaðgerðir samtakanna árið 1982 beindust þannig eins og frægt er gegn banni Ríkisútvarpsins á notkun orðanna hommi og lesbía, sem voru þau orð sem félagsfólk hafði sjálft mótað og kosið að nota um sig.

Á síðari árum hafa Samtökin ‘78 staðið fyrir nýyrðasamkeppnum undir yfirskriftinni Hýryrði þar sem almenningur er hvattur til að taka þátt í að búa til ný orð sem vantar í íslenska tungu. Þannig hafa samtökin unnið markvisst að því að til séu orð á íslensku sem lýsa því hver við erum og hvernig okkur líður. Tilvist slíkra orða er forsenda þess að hinsegin fólk sé hluti af íslensku samfélagi og menningu en standi ekki utan þess. Nýyrðin hafa þar að auki mörg komist í almenna notkun og mikilvægi framlags Samtakanna ‘78 til íslenskrar tungu er því ótvírætt.“

Bjarndís Helga, formaður Samtakanna ‘78, flutti eftirfarandi ræðu þegar hún tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins:

„Það er sannur heiður að vera hér í dag og taka á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd Samtakanna ‘78 fyrir sérstakt framlag til íslenskunnar. Kærar þakkir fyrir þennan fallega rökstuðning. Það er voða gott að vera séður í orðum.

Allt frá stofnun, fyrir bráðum hálfri öld, hafa Samtökin ‘78 unnið að því að skapa rými og sýnileika í íslensku samfélagi. Fyrst fyrir lesbíur og homma, en síðar allt hinsegin fólk. Og við vitum að öll hafa notið góðs af þessari baráttu – bæði innan hinsegin samfélagsins og utan.

Þessa baráttu hafa Samtökin háð með ýmsum aðferðum. Ein þessara aðferða, og sennilega sú sem hefur lagt grunninn að allri okkar mannréttindabaráttu, hefur verið að taka okkur pláss í tungumálinu. Til dæmis með því að skapa orð yfir okkur sjálf, okkar eigin tilfinningar og veruleika. 

Þetta hefur oft falist í nýsmíði en einnig endurnýtingu og endurheimt orða. Við höfum gefið orðum – eins og orðinu hinsegin – nýjar merkingar og snúið níðyrðum upp í okkar eigin, jákvæðu hýryrði. Niðurstaðan er sú að í dag, ólíkt nágrannalöndum okkar, notum við ekki enskuskotin orð eins og hómósexúalisti. Nema þá á sunnudögum til að látast örlítið sigld. 

Hér er til dæmis gaman nefna að Hinsegin dagar í Reykjavík hafa sitt eigið rammíslenska nafn, ólíkt öðrum hinsegin hátíðum á Norðurlöndunum sem allar heita Pride. Svo ekki sé minnst á hið fallega orð Gleðiganga sem hvergi þekkist annars staðar – og ber óneitanlega svolítinn blæ Jónasar Hallgrímssonar.

Eftir á að hyggja, hefur það verið mikil framsýni – og innsæi – af hálfu þeirra sem hófu baráttuna að leggja svo ríka áherslu á að smíða og nota íslensk orð. Þetta getum við fyrst og fremst þakkað þeirri staðreynd að allt frá upphafi hafa starfað innan vébanda Samtakanna einstaklingar með mikla þekkingu á tungumálinu okkar. Kunnátta, ást og virðing fyrir íslenskri tungu hafa fylgt Samtökunum ’78 alla tíð. 

Og það er nú eiginlega ekki hægt að taka á móti svona viðurkenningu án þess að vitna smá í Þórarin Eldjárn:

„Á íslensku má alltaf finna svar, 

og orða stórt og smátt sem er og var“ 

Við erum sennilega öll nokkuð sammála þessu en til að áfram megi finna svör – orða allt hið stóra og smáa – þarf íslenskan að halda áfram að þróast í takt við samfélagið sem hún þjónar. Enda eiga tungumál að veita andanum frelsi en ekki setja honum skorður og höft.

Hinsegin fólk heldur áfram að vera til. Við erum, og viljum vera, hluti af samfélaginu og tungumálinu. Ný orð, ný hýryrði, munu því halda áfram að verða til. Við þurfum á því að halda til þess að tala saman; skilja hvert annað og tengjast hvert öðru. Dæmi um þetta eru orð eins og kvár, hán, stálp, stórforeldri, kynsegin og mörg fleiri falleg hýryrði sem lýsa tilveru – og staðfesta tilvist – hinsegin fólks. Þessi orð hafa náð fótfestu í tungumálinu vegna þess að það er rík þörf á þeim.

Helsti hvatinn fyrir stofnun Samtakanna ´78 var trúlega þörfin fyrir að vera með öðru fólki sem skilur þig og þinn reynsluheim. Fólki sem skilur hvernig það er að vera þú sjálfur. Skilningurinn verður til í sameiginlegri reynslu og tjáður með orðum. Í orðum felst nánd og í tungumálinu liggur styrkur – styrkurinn til að tjá og orða hugsanir sínar. Mótefnið við einsemd og einmanaleika. Styrkurinn til að berjast fyrir betra samfélagi.

Og það munu Samtökin ‘78 einmitt gera áfram. Af ást og virðingu fyrir samfélaginu og tungunni okkar. 

Þessi viðurkenning er tileinkuð þeim sem ruddu brautina og lögðu grunninn fyrir okkur sem á eftir komu. Þetta er sannarlega tímabært og verðskuldað klapp á þeirra bak – en líka dýrmæt áminning til okkar sem nú stöndum í stafni að halda áfram að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svör – bæði svona og hinsegin.

Hjartans þakkir.“

Bjarndís Helga, Logi og Dröfn

 

//

Yesterday, November 16, on Icelandic Language Day 2025, Samtökin ‘78 received a special recognition for its support of the Icelandic language. Logi Einarsson, Minister of Culture, Innovation and Higher Education, presented Samtökin ‘78 with the award – which the association receives for coining new words and fighting for queer people’s right to exist within the language.

The Jónas Hallgrímsson Award, which was presented on the same occasion, was awarded to Dröfn Vilhjálmsdóttir, librarian and information scientist and supervisor of the Seljaskóli Library. She received it for her selfless work in increasing children’s interest in the Icelandic cultural environment and promoting reading in Icelandic. Samtökin ‘78 would like to congratulate her.

The jury’s reasoning:

„Special recognition for support for the Icelandic language goes to Samtökin ’78, an advocacy and campaign organization for queer people in Iceland.

Since the founding of Samtökin ’78 in 1978, the Icelandic language has occupied a central place in their work. A large part of their fight for the rights of queer people is the demand for the right to exist within the language, as Icelandic is the key to Icelandic society. This work has not only been about fighting against the exclusion and use of condemnatory words, but also about creative coinage of new words. The organization’s first protest actions in 1982 were famously directed against the National Broadcasting Corporation’s ban on the use of the words gay and lesbian (hommi and lesbía), which were words that members had themselves coined and chose to use about themselves.

In recent years, Samtökin ’78 has held neologism competitions under the title Hýryrði, where the public is encouraged to participate in creating new words that are missing in the Icelandic language. In this way, the organization has worked systematically to ensure that there are words in Icelandic that describe who we are and how we feel. The existence of such words is a prerequisite for queer people being part of Icelandic society and culture, but not standing on the fringes. Moreover, many of the new words have entered general use, and the importance of the contribution of Samtökin ‘78 to the Icelandic language is therefore undeniable.”

Bjarndís Helga, president of Samtökin ‘78, gave the following speech when she accepted the award on behalf of the organization:

“It is a true honor to be here today and receive this recognition on behalf of Samtökin ‘78 for a special contribution to the Icelandic language. Thank you very much for this beautiful reasoning. It is so good to be seen in words.

Since its founding, almost half a century ago, Samtökin ‘78 has worked to create space and visibility in Icelandic society. First for lesbians and gays, and later for all queer people. And we know that everyone has benefited from this – both within the queer community and outside it. 

The organization has waged this struggle through various methods. One of these methods, and probably the one that has laid the foundation for our entire human rights struggle, has been to assume our place in the language. For example, by creating words for ourselves, our own feelings and realities.

This has often involved neologisms but also the reuse and reclaiming of words. We have given words – like the word queer (hinsegin) – new meanings and turned derogatory terms into our own, positive terms. The result is that today, unlike our neighboring countries, we do not use English-borrowed words like hómósexúalisti. Except on Sundays to pretend to be a little bit more experienced. 

For example, it is fun to mention here that Hinsegin dagar in Reykjavík has its own, Icelandic name, unlike other queer festivals in the Nordic countries which are all called Pride. Not to mention the beautiful word Gleðiganga (literally joy-walk) which is known nowhere else – and undeniably has a slight touch of Jónas Hallgrímsson’s spirit.

In retrospect, it has been a great deal of foresight – and insight – on the part of those who started the struggle to place such a strong emphasis on creating and using Icelandic words. This is thanks to the fact that from the very beginning individuals with great knowledge of our language have worked within the organization. Knowledge, love and respect for the Icelandic language have always accompanied Samtökin ’78.

And it is really not possible to receive such recognition without quoting a little from Þórarinn Eldjárn:

“In Icelandic, you can always find an answer, and express everything, big and small, that is and was”

We probably all agree with this, but in order to continue to find answers – to express everything big and small – Icelandic needs to continue to develop in line with the society it serves. After all, languages ​​are supposed to give freedom to the spirit, not to put restrictions and limitations on it.

Queer people continue to exist. We are, and want to be, part of society and language. New words, new idioms, will therefore continue to be created. We need it to talk to each other; understand each other and connect with each other. Examples of this are words like kvár, hán, stálp, stórforeldri, kynsegin and many more beautiful words that describe and affirm the existence of queer people. These words have gained a foothold in the language because there is a great need for them.

The main motivation for the founding of Samtökin ’78 was probably the need to be with other people who understand you and your experience. People who understand what it is like to be yourself. Understanding is created in shared experience and expressed in words. Words contain intimacy and in language lies strength – the strength to express and articulate one’s thoughts. The antidote to loneliness and solitude. The strength to fight for a better society.

And that is precisely what Samtökin ’78 will continue to do. Out of love and respect for our society and our language.

This recognition is dedicated to those who paved the way and laid the foundation for those of us who came after. This is truly a timely and well-deserved pat on the back for them – but also a valuable reminder to those of us who are now striving to continue to ensure that answers can always be found in Icelandic – both this way (svona) and that way (hinsegin).

Thank you from the bottom of our hearts.”