Aðventustund fyrir regnbogabörn
Aðventustund fyrir regnbogabörn!
Samtökin 78 og hinsegin barnabókahöfundar bjóða öllum fjölskyldum, hvernig sem þær eru samansettar, til aðventustundar í húsnæði Samtakanna 78 á Suðurgötu. Stundin verður laugardaginn 6. desember kl. 13.00.
Hinsegin barnabókahöfundar lesa úr verkum sínum, rabba við börnin og árita. Við ætlum að syngja saman, njóta samverunnar, maula piparkökur og sötra saman heitt súkkulaði.
Höfundarnir eru: Bergrún Íris, Hafsteinn Hafsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Felix Bergsson, Ingileif, María Rut og Tindur Lilja H. Péturs.
Við hlökkum til að sjá allar fjölskyldur regnbogans njóta aðventunnar saman á laugardaginn kl. 13.00-15.00 í félagsmiðstöð Samtakanna 78!
//
Advent meet-up for rainbow children!
Samtökin 78 and queer children’s book authors invite all families, however they are composed, to a cozy Advent meet-up at Samtökin 78’s premises on Suðurgata, on Saturday, December 6th at 1:00 PM.
Queer children’s book authors will read from their works, speak to the children and sign their books. We will sing together, enjoy each other’s company, eat gingerbread and sip hot chocolate together.
The authors are: Bergrún Íris, Hafsteinn Hafsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Felix Bergsson, Ingileif, María Rut and Tindur Lilja H. Péturs.
We look forward to seeing all rainbow families enjoying Advent together on Saturday at 1:00-3:00 PM at Samtökin 78’s community center!