Viðstödd eru: Bjarndís, Hrönn, Jóhannes, Leifur, Sveinn, Vera, Kári (framkvæmdastjóri).
Fundargerð ritar: Vera Illugadóttir
Fundur settur: 15:35.
Samþykkt fundargerðar síðasta stjórnarfundar
Stjórn samþykkir fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Hinsegin félagsmiðstöð
Kári og Bjarndís fara yfir fund sem þau áttu með Hrefnu um málefni tengd Hinsegin félagsmiðstöð. Stjórn ræðir.
Trans fólk í íþróttum
Hrönn er í samskiptum við Breta, sem vinnur að rannsókn á trans fólki í íþróttum, og hyggur á heimsókn til landsins í sumar. Hún segir frá.
Fundur með menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
Formaður og framkvæmdastjóri funda með ráðherra á morgun. Stjórn ræðir.
Jólagleði
Af ýmsum ástæðum hefur reynst erfitt að skipuleggja jólagleði Samtakanna í ár. Formaður stingur upp á að efna til þrettándagleði eftir áramót í staðinn. Stjórn er samþykk því. Stjórn ræðir einnig hugmyndir um samverustund stjórnar og starfsfólks í aðdraganda jóla.
Önnur mál
Kári og Bjarndís segja frá stöðunni í leit að nýjum fræðurum. Sú vinna heldur áfram.
Fundi sltið: 16:25.