Kæra félagsfólk,
Aðalfundur félagsins árið 2026 verður haldinn þann 6. mars kl. 17 í Iðnó. Aðalfundur er fyrir alla félaga sem greitt hafa félagsgjöld.
Daginn eftir, 7.mars, verður Landsþing hinsegin fólks. Landsþingið er opið öllum.
Félagsgjöld fyrir 2026 hafa verið send út. Félagsgjöld eru hluti af þeim rekstrartekjum Samtakanna ‘78 sem eru ekki bundnar þjónustusamningum við hið opinbera eða fyrirtæki. Með því að greiða félagsgjöld eykur þú þess vegna sjálfstæði Samtakanna ‘78, styrkir starfið og verður fullgildur meðlimur félagsins með málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisrétt á félagsfundum og aðalfundi.
Vinsamlegast athugið:
- Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þremur vikum fyrir aðalfund (13. febrúar)
- Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist félaginu fjórum vikum fyrir aðalfund (6. febrúar)
- Lög félagsins má finna hér


