Skip to main content
Fréttir

KVIKMYNDIN BRÆÐRABYLTA ER KOMIN ÚT Á DVD

By 13. desember, 2007No Comments

Kvikmyndin Bræðrabylta er komin út á DVD ásamt þremur öðrum kvikmyndum eftir Grím Hákonarson. Hún fjallar um tvo samkynhneigða glímukappa og bændur sem leiknir eru af þaim Halldóri Gylfasyni og Birni Inga Hilmarssyni. Þeir eiga í leynilegu ástarsambandi og sinna því í gegnum íslensku glímuna.

Kvikmyndin Bræðrabylta er komin út á DVD ásamt þremur öðrum kvikmyndum eftir Grím Hákonarson. Þetta eru stuttmyndirnar Slavek the Shit, Síðustu orð Hreggviðs og heimildarmyndin Varði fer á vertíð sem sýnd var í Sjónvarpinu á sínum tíma og var mjög umtöluð. Þetta er „undercover“ heimildarmynd um gítarleikarann Varða sem ræður sig til starfa hjá sveitaballahljómsveit.

Diskinn má nálgast á öllum betri vídeóleigum og verslunum eins og 12 tónum, Eymundsson, BT og Elko. Myndform sér um dreifinguna.

Leave a Reply