Áhugasamir óskast til starfa hjá Q – Félagi Hinsegin Stúdenta
Breytingar í stjórn Q – Félagi Hinsegin Stúdenta (áður FSS)
Um mánaðarmótin tók nýr formaður við embætti. Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir hefur tekið við af Brynjari Smára Hermannssyni sem formaður félagsins.
Talsverðar breytingar eru í gangi um þessar mundir hjá félaginu og auglýsir því Q nú eftir áhugasömu fólki í stjórn. Ef þú hefur áhuga á að vera með í stjórn félagsins getur þú haft samband með því að senda tölvupóst á gay@hi.is eða hringja í síma 661-6492.
Næstkomandi miðvikudag, 15. október, verður opin stjórnarfundur og hvetjum við alla sem hafa áhuga á félaginu að mæta kl. 20:00 uppá skrifstofu félagsins: Hitt Hús, Pósthússtræti 3-5 101 Rvk.
Þetta er frábær leið til að hafa áhrif á starfsemi félagsins, endilega láttu heyra í ÞÉR!
„Q – Queer by nature, fabulous by choice…“