3. FEBRÚAR KL. 21.00
Sýningin sem blaðamaður frá New York sagði vera: „The campest thing I´ve ever seen“
Pörupiltarnir og dragkóngarnir Nonni Bö, Dóri Maack og Hemmi Gunn draga okkur inn í hugarheim karlmanna á meðan Viggó og Víóletta spreyja gleði yfir áhorfendur á sinn einstaka hrokafulla og fordómafulla hátt.
Félögum Samtakanna 78 býðst miðinn á kr. 2.000 (í stað 2.500). Miðapantanir í miðasölu Þjóðleikhússins: 551-1200.
* * * * J.V.J. DV
* * * * E.B. Fréttablaðið
“Ætlaði mig lifandi að drepa úr hlátri” S.A. tmm.is
“Bráðskemmtileg sýning sem er vel þess virði að bregða sér á í skammdeginu” I.Þ. hugras.is
“Ég hló svo mikið að ég var hás daginn eftir”.
H.A.H. Listpóstinum.
Fimm fyrirhugaðar sýningar í Leikhúskjallaranum breyttust í þrettán og nú ætlum við að ljúka þessu með pompi og pragt á stóra sviðinu!
Uppnámið hefst á framlagi Pörupilta, þeirra Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnarssonar. Þeir eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög og tilgang lífsins. Viggó og Víóletta taka við eftir hlé og beina söngleikjasjónum sínum að útlendingahatri, kynþáttafordómum og hómófóbíu og fleiru krúttlegu sem best er að sópa undir teppið. Svo syngja þau og brosa út í eitt. Það eru þau Bjarni Snæbjörnsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sem leika Viggó og Víólettu, en hlutverk Pörupilta er í höndum Sólveigar Guðmundsdóttur, Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur og Maríu Pálsdóttur.
Tilvalið að fara með hópinn sinn á þessa bráðfyndnu sýningu.
www.leikhusid.is eða í síma 5511200