Skip to main content
Fréttir

Pólland – Samkynhneigðir hundsuðu skrúðgöngubann

By 13. júní, 2005No Comments

Frettir Um 2500 manns tóku þátt í gay-pride göngu í Varsjá um síðustu helgi þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi bannað hátíðarhöldin. Samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og stuðningsmenn þeirra héldu á borðum sem á var meðal annars letrað: ?Samkynhneigðir eru ekki barnaníðingar? og ?Lög og réttlæti fyrir alla!? Nokkrir háttsettir stjórnmálamenn slógust í för með göngunni og sýndu þannig stuðning sinn í verki, þar á meðal varaforsætisráðherran Izabela Jaruga-Nowacka. Lögregla handtók nokkra mótmælendur sem hugðust ráðast að göngufólki en hún fór að öðru leiti friðsamlega fram.

Skipuleggjendur göngunnar sögðu að með henni hafi þeir viljað vekja athygli á þeim vandamálum sem samkynhneigðir standa frami fyrir í landinu og lélegum lagalegum réttindum: ?Það er litið á samkynhneigða sömu augum og barnaníðinga. Svona göngur eru nauðsynlegar til þess að fólk geti kynnst okkur og málefninu betur? sagði einn göngumanna. Borgarstjórinn, Lech Kaczynski, er hins vegar ekki á sama máli enda fullyrðir hann að andúð gegn samkynhneigðum þekkist vart í landinu og því sé engin ástæða til þess að vekja athygli á þessum lífstíl með opinberum skrúðgöngum. Gangan hafi verið bönnuð vegna þess að skipuleggjendur hennar hafi láðst að fylla út umsókn um hana á réttan hátt. Kaczynski hefur boðið sig fram til forseta Póllands í kosningum sem fram munu fara í október á þessu ári og þykir hann líklegur sigurvegari þeirra.

-HTS

Leave a Reply