Samtökin ’78 and the Nordic House invite you to participate in the online meeting A Queer Utopia? The Dissonance Between Legal Rights and Societal Acceptance in Iceland, the 13th of October at 17-18.30. The event is in English.
Katrín Jakobsdóttir, our Prime Minister, opens the meeting where our forefront activist, including Katrín Oddsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Bríet Finnsdóttir, Angel P’ojara and Ugla Stefanía review the legal status of queer people in Iceland. Felix Bergsson is the moderator.
The focus of the meeting is to shed light on obstacles regarding the legal status of queer people in Iceland and engage in discussion on how they can be improved, to ensure the well-being and safety of queer people in Iceland.
We encourage you to participate from home and send questions via the comment section. The live-stream link can be found in the Facebook event here.
Samtökin ‘78 í samstarfi við Norræna húsið bjóða ykkur velkomin á stafræna viðburðinn A Queer Utopia? The Dissonance Between Legal Rights and Societal Acceptance in Iceland, sem fer fram 13. október kl. 17-18.30 á ensku.
Viðburðurinn fjallar um lagalega stöðu hinsegin fólks á Íslandi og fer fram á ensku. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, opnar fundinn og fram koma Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, Bríet Finnsdóttir, intersex aktivisti, Angel P’ojara, mannréttindaaktivisti og Ugla Stefanía, trans aktivisti og deila sinni þekkingu og reynslu af málaflokknum. Fundarstjóri er Felix Bergsson.
Markmið fundarins er að varpa ljósi á hindranir og áskoranir sem tengjast réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fundurinn er hluti af samnorrænni málstofuröð sem spratt af samstarfi norrænu jafnréttisráðherrana, með það að markmiði að efla vernd og bæta líf hinsegin fólks á öllum Norðurlöndunum.
Við hvetjum ykkur til að taka þátt að heiman og senda inn spurningar á meðan viðburðinum stendur. Hlekk á viðburðinn má nálgast hér.