Á sumarvegi. Áhugaverður þáttur um samkynhneigð í umsjón Þorvaldar Kristinssonar. Í þættinum Á sumarvegi kallar Þorvaldur Kristinsson fram raddir nokkurra Íslendinga sem í tímans rás hafa lagt í sín sérstöku leit að frelsinu, raddir sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt ást á sitt eigið kyn. Elstu minningabrotin í þættinum eru nær 130 ára gömul og þau yngstu frá okkar dögum. Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Þorvaldur Kristinsson hefur í þrjátíu ár lagt málstað lesbía og homma lið og víða fjallað í ræðu og riti um sögu og reynslu samkynhneigðra á Islandi.
Þátturinn var fluttur á Rás 1. 10. júlí 2009.