Skip to main content
AðalfundurFundargerðir

Aðalfundargerð 2021

By 7. mars, 2021nóvember 16th, 2021No Comments

Norræna húsinu í Reykjavík og um fjarfundabúnað, 7. mars 2021
Aðalfundur er settur kl. 13:01 af Þorbjörgu Þorvaldsdóttur formanni. Formaður kynnir fyrirkomulag aðalfundar.

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara

Formaður tilnefnir Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur sem fundarstjóra og Gísla Garðarsson sem fundarritara.

Formaður ber tilnefningarnar upp til samþykktar.

Tilnefningarnar eru samþykktar án mótatkvæða.

2. Lögmæti aðalfundar staðfest

Fundarstjóri kynnir skilyrði fyrir lögmæti aðalfundar og hvernig þau hafi verið uppfyllt við skipulagningu fundarins.
Ekki koma fram athugasemdir við lögmæti aðalfundar.

3. Ársskýrsla fyrra starfsárs

Formaður kynnir ársskýrslu fyrra starfsárs á fskj. nr. 1. Reifar hún stuttlega efni hennar og gerir frekari grein fyrir því sem þar fram kemur.

Ekki koma fram athugasemdir við ársskýrslu fyrra starfsárs.

4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar

Rósanna Andrésdóttir gjaldkeri kynnir áritaða reikninga fyrra árs á fskj. nr. 2, reifar stuttlega efni þeirra og gerir frekari grein fyrir því sem þar fram kemur. Athugar hún hvort einhver vilji gera athugasemdir eða bera fram spurningar við reikningana. Svo er ekki.

Að svo búnu ber fundarstjóri áritaða reikninga fyrra árs upp til samþykktar.

Áritaðir reikningar fyrra árs eru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram

Gjaldkeri kynnir fjárhagsáætlun ársins á fskj. nr. 3 og reifar stuttlega efni hennar. Athugar hún hvort einhver vilji gera athugasemdir eða bera fram spurningar við fjárhagsáætlunina. Svo er ekki.

6. Laga- og stefnuskrárbreytingar

Vísast nú til fyrirliggjandi lagabreytingartillagna á fskj. nr. 4.

Fundarstjóri les upp fyrstu lagabreytingartillögu.

Spurt er hvort nöfn uppfærist sjálfkrafa. Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri svarar því til að samtökin hafi leyft félögum algjörlega að ákvarða eigin nöfn á félagatali.

Kitty Anderson bendir á lög um nafnaskráningu.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarstjóri les upp aðra lagabreytingartillögu.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarstjóri les upp þriðju lagabreytingartillögu.

Hilmar Hildar Magnúsar veltir því fyrir sér hver tilgangurinn sé með breytingunni. Framkvæmdastjóri útskýrir að tillagan sé til þess að auðvelda starfsumhverfi starfsmanna samtakanna.

Hilmar spyr hvort reynt hafi á þetta eða hvort um fyrirbyggjandi aðgerð sé að ræða. Framkvæmdastjóri svarar því til að ekki hafi reynt á þetta.

Bent er á að hægt sé að stofna hópa á málefnalegum grunni, t.a.m. starfshóp um fræðslustarf í stað hóps um störf fræðslustýru.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarstjóri les upp fjórðu lagabreytingartillögu.

Hilmar veltir fyrir sér tilgangi breytingarinnar. Formaður svarar því til að tilgangurinn sé gagnsæi í og aukinn skilningur á starfi umrædds ráðs.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarstjóri les upp fimmtu lagabreytingartillögu.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Unnsteinn Jóhannsson varaformaður óskar eftir því að samþykktarröð verði breytt þannig að áttunda breytingartillaga sé samþykkt áður en sjötta breytingartillaga verði tekin fyrir enda geti hún ekki verið samþykkt án þess að það sé undangengið. Sætir óskin ekki andmælum.

Fundarstjóri les upp sjöundu lagabreytingartillögu.

Magnús Hákonarson spyr hvort hægt sé að sýna tillöguna á skjá. Fundarstjóri og framkvæmdastjóri benda á að hægt sé að sjá skjalið rafrænt með vísan til hlekks á rafræna hluta fundarins eða á heimasíðu samtakanna.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarstjóri les upp áttundu lagabreytingartillögu.

Hilmar spyr formann eða framkvæmdastjóra hvort tillagan sé angi af stærra samhengi eða hvort til standi að stofna önnur ráð. Formaður útskýrir að samtökin hafi gert könnun á haustmánuðum um trúnaðarráð meðal fyrrum fulltrúa. Ekki hafi verið stuðningur fyrir því að leggja ráðið niður. Hins vegar hafi stjórn viljað styrkja tenginguna við hinsegin félagsmiðstöðina og auka áhrif ungs fólks innan samtakanna. Hugmyndir séu uppi um stofnun öldungaráðs en stjórn vilji ekki setja það í lög. Varaformaður og gjaldkeri muni viðra þær hugmyndir undir öðrum málum síðar á fundinum.

Hilmar nefnir að öldungaráð geti verið sniðug hugmynd. Formaður tekur undir það.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Þá les fundarstjóri upp sjöttu lagabreytingartillögu.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Þá les fundarstjóri upp níunda lagabreytingartillögu.

Fundarstjóri ber tillöguna upp til samþykktar.

Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarstjóri ber upp lög samtakanna svo breytt til samþykktar.

Lög samtakanna eru samþykkt svo breytt með öllum greiddum atkvæðum.

Tölulegar niðurstöður ofangreindra atkvæðagreiðsla má finna á fskj. nr. 5.

Gert er hlé á aðalfundi kl. 13:57.

Aðalfundi er fram haldið kl. 14:20.

7. Kjör til formanns

Fundarstjóri tilkynnir tilhögun kosninga og gefur fundargestum tíma til að skrá sig inn í kosningakerfi fundarins.

Fundarstjóri eftirlætur kjörnefnd stjórn fundarins: Stefán Elí Gunnarssyni, Svanfríði Lárusdóttur og Lilju Ósk Magnúsdóttur.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir sitjandi formaður er ein í kjöri til formanns. Óskar hún eftir að kosning fari allt að einu fram. Kynnir hún framboð sitt stuttlega.

Kosning fer nú fram rafrænt.

Gert er hlé á aðalfundi kl. 14:26 til talningar atkvæða.

Aðalfundi er fram haldið kl. 14:33.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er endurkjörin formaður Samtakanna ’78 með öllum gildum atkvæðum.

8. Kjör til stjórnar

Kosið er um þrjú sæti í stjórn félagsins. Jafnmörg eru í framboði til stjórnar: Agnes Jónasdóttir, Ólafur Alex Kúld og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir. Kynna þau framboð sín stuttlega.

Teljast ofantalin sjálfkjörin í stjórn Samtakanna ’78.

9. Kjör í trúnaðarráð

Kosið er um 10 fulltrúa í trúnaðarráð samtakanna. Jafnmörg eru í framboði til trúnaðarráðs: Daníel Gunnarsson, Embla Dofra, Hrafnhildur Lára Hafþórsdóttir, Kristín Ástríður Ásgeirsdóttir, Ragnar Pálsson, Rakel Glytta Brandt, Sigríður Ösp Elínborgardóttir Arnarsdóttir, Sigtýr Ægir Kárason, Sindri Mjölnir Magnússon og Þórhildur Sara Sveinbjörnsdóttir.

Teljast ofantalin sjálfkjörin í trúnaðarráð Samtakanna ’78.

10. Kjör skoðunarmanna reikninga

Kosið er um tvo skoðunarmenn reikninga. Jafnmörg eru í framboði til skoðunarmanna reikninga: Rósanna Andrésdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Teljast ofantalin sjálfkjörin skoðunarmenn reikninga Samtakanna ’78.

11. Afgreiðsla umsókna um hagsmunaaðild

Félagið Hinsegin Vesturland hefur nú óskað eftir hagsmunaaðild að Samtökunum ’78.

Kosning fer nú fram rafrænt.

Gert er hlé á aðalfundi kl. 14:43 til kosninga og talningar atkvæða.

Aðalfundi er fram haldið kl. 14:47

Með umsókninni kusu 28. Einn kjörseðill var ógildur. Enginn greiddi atkvæði á móti umsókninni.

Félagið Hinsegin Vesturland á hér með hagsmunaaðild að Samtökunum ’78.

Kjörnefnd eftirlætur fundarstjóra aftur stjórn fundarins.

Gert er hlé á aðalfundi kl. 14:49.

Aðalfundi er fram haldið kl. 15:03.

12. Önnur mál

Stefnumótun stjórnar

Formaður kynnir niðurstöður úr stefnumótun stjórnar á fskj. nr. 6, reifar þær og gerir frekari grein fyrir þeim.

Formaður tilkynnir að hún muni kynna niðurstöðurnar betur fyrir nýkjörinni stjórn og trúnaðarráði og muni þau vinna áfram með þær.

Magnús gerir athugasemd við að upptalningin sé ekki heildarupptalning á hópum hinsegin fólks. Formaður svarar því til að hún sé sammála athugasemdinni en bendir á að þetta sé í samræmi við lög samtakanna. Það sé eitthvað sem aðalfundur þurfi að breyta.

Edda tekur undir athugasemd Magnúsar og tæpir á því að e.t.v. sé best að sleppa upptalningum. Fundarstjóri beinir því til nýkjörinnar stjórnar að skoða ábendinguna.

 

Ályktun um blóðgjafir

Fráfarandi varaformaður kynnir og les upp framkomna ályktunartillögu um blóðgjafir á fskj. nr. 7, reifar hana og gerir frekari grein fyrir henni.

Fundarstjóri gefur kost á spurningum og athugasemdum. Engar koma fram.

Fundarstjóri ber ályktunartillöguna upp til samþykktar.

Ályktunartillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum sem ályktun aðalfundarins.

 

Erindi frá fráfarandi varaformanni og gjaldkera

Fráfarandi varaformaður og gjaldkeri kynna fyrirætlan sína um að senda í vikunni erindi til nýkjörinnar stjórnar um starfshóp um stofnun öldungaráðs eða sambærilegs innan Samtakanna ’78. Munu þau auglýsa erindið þegar nær dregur og óska eftir þátttöku annarra félaga.

 

Almennar umræður

Hilmar óskar nýkjörinni stjórn til hamingju með kjörið og þakkar fyrir frábæra aðalfundarhelgi. M.v.t. fyrri umræðu um upptalningu á hinsegin hópum bendir hann á að skilgreina hafi þurft hinsegin fólk, m.a. í þeim tilgangi að geta komið að auknum réttindum hinsegin fólks í lögum og í alþjóðlegri baráttu. Þá stingur hann upp á því að hinsegin samfélagið þrýsti nú á stjórnvöld um að fjármagna verulega viðspyrnu fyrir hinsegin samfélagið í ljósi heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Veltir hann þeirri hugmynd jafnframt upp hvort rétt sé að samtökin skoði möguleika á því að stækka við sig, t.a.m. í húsnæðismálum samtakanna.

Kitty leggur til að beina því til stjórnar að skoða frekar upptalningar á hinsegin hópum. Bendir hún á að í alþjóðlega samfélaginu sé verið að skoða leiðir sem eru til þess fallnar að ná betur utan um ólíka hinsegin hópa.

 

Fundarstjóri eftirlætur formanni stjórn fundarins.

 

Fráfarandi varaformanni og gjaldkera er veittur virðingarvottur fyrir vel unnin störf, sem og Heiðrúnu Fivelstad og Sólveigu Rós fyrrum starfsmönnum samtakanna.

 

Aðalfundi er slitið kl. 16:07 með ræðu formanns.

Fylgiskjöl

 

Nr. 1,   Ársskýrsla Samtakanna ’78 2020-2021

Nr. 2,   Áritaðir reikningar fyrra árs

Nr. 3,   Fjárhagsáætlun 2021

Nr. 4,   Fyrirliggjandi lagabreytingatillögur

Nr. 5,   Niðurstöður kosninga um ársreikninga og lagabreytingatillögur (hér að neðan)

Nr. 6,   Niðurstöður stefnumótunar stjórnar

Nr. 7,   Ályktun um blóðgjafir MSM

 

 

Fylgiskjal nr. 5
Niðurstöður kosninga um ársreikninga og lagabreytingatillögur

 

Ársreikningar Lög 3 Lög 6 Lög 9
Samþykk 24 Samþykk 25 Samþykk 27 Samþykk 25
Á móti 0 Á móti 0 Á móti 0 Á móti 0
Lög 1 Lög 4 Lög 7 Lögin svo breytt
Samþykk 25 Samþykk 25 Samþykk 23 Samþykk 29
Á móti 0 Á móti 0 Á móti 0 Á móti 0
Lög 2 Lög 5 Lög 8
Samþykk 25 Samþykk 23 Samþykk 24
Á móti 0 Á móti 0 Á móti 0