Aðalfundur Samtakanna ’78 2025
Sykursal í Grósku í Reykjavík, 21. mars 2025
Aðalfundur er settur kl. 17:11 af Bjarndísi Helgu Tómasdóttur formanni með stuttri ræðu.
Formaður leiðir minningarstund um og einnar mínútu þögn til minningar Sögu Emelíu Sigurðardóttur sem var forseti félagaráðs samtakanna en lést í upphafi árs.
Skipan fundarstjóra og fundarritara
Formaður tilnefnir Maríu Rut Kristinsdóttur sem fundarstjóra og Gísla Garðarsson sem fundarritara. Formaður ber tilnefningarnar upp til samþykktar. Tilnefningarnar eru samþykktar með lófataki.
Lögmæti aðalfundar staðfest
Fundarstjóri kynnir skilyrði fyrir lögmæti aðalfundar og hvernig þau hafi verið uppfyllt við skipulagningu fundarins. Ekki koma fram athugasemdir við lögmæti aðalfundar.
Ársskýrsla fyrra starfsárs
Formaður kynnir ársskýrslu fyrra starfsárs sem fyrir liggur á vef samtakanna. Hún reifar stuttlega efni skýrslunnar og gerir frekari grein fyrir því sem þar fram kemur.
Fundarstjóri opnar fyrir spurningar og umræður um ársskýrslu. Spurt er um ávinning af happdrætti en formaður bendir á að það hafi verið á þessu fjárhagsári. Spurt er um hvort stjórn hafi einhverja hugmynd um hverju megi þakka fjölgun regnbogavina. Telur formaður að það megi rekja til góðrar meðvitundar hérlendis um mikilvægi málaflokksins sem og markaðssamstarf samtakanna við fyrirtækið Takk. Spurt er um skráð alvarleg atvik samkvæmt skýrslunni og eftirlit með þeim og gerir Þorbjörg Þorvaldsdóttir starfsmaður samtakanna nánari grein fyrir því.
Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir
Fundarstjóri býður Jóhannesi Þór Skúlasyni gjaldkera upp í pontu til að kynna ársreikninga sem liggja fyrir fundinum rafrænt. Gjaldkeri reifar ársreikninga stuttlega.
Opnað er fyrir spurningar og umræður um ársreikninga. Spurt er og rætt um og hlutfall kostnaðar á móti tekjum af regnbogavinaverkefninu, sem og fyrirkomulag þjónustunnar. Gjaldkeri útskýrir að kostnaður sé hár þar sem þjónustan sé góð en mannaflsfrek. Hún skili aftur á móti heilt yfir meiri tekjum til samtakanna, þó sjálfsagt sé að skoða hvort hægt sé að skoða leiðir til lækkunar. Einnig er bent á að þjónustuveitandinn sé eina fyrirtækið hérlendis sem veiti slíka þjónustu.
Spurt er um hvað felist í liðnum „neyðaraðstoð“. Útskýrt er að um undantekningatilfelli sé að ræða þar sem ákveðið var að veita einstaklingi sem leitaði til félagsins aðstoð en ekki talið rétt að upplýsa frekar um það á opnum fundi eðli máls samkvæmt.
Ársreikningar eru bornir upp til samþykktar. Ársreikningar eru samþykktir án mótatkvæða.
Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
Fundarstjóri býður gjaldkera upp í pontu til að kynna fjárhagsáætlun næsta árs sem liggur fyrir fundinum rafrænt. Gjaldkeri reifar fjárhagsáætlun stuttlega og að svo búnu er opnað fyrir umræður um hana.
Spurt er um uppgjör við fyrrum starfsmenn sem létu af störfum á árinu, og sem er veitt sem meginskýring á breytingu á áætluðum launakostnaði á þessu ári. Gjaldkeri útskýrir að megnið af mismuninum megi rekja til greiðslu ótekins áunnins orlofs hjá fyrrum starfsmönnum sem létu þrennir af störfum á síðasta starfsári.
Spurt er hvort gert sé ráð fyrir flutningum í nýtt húsnæði í fjárhagsáætlun. Svarað er að í rekstrinum sé gert ráð fyrir að af húsnæðisbreytingu geti orðið en að fjárhagsáætlanir stjórnar geri ráð fyrir að söluandvirði núverandi húsnæðis komi að mestu leyti á móti kostnaði. Þá sé ekki neitt sérstakt húsnæði til skoðunar að svo stöddu.
Vegna lækkunar opinberra framlaga vill fundargestur koma því á framfæri að rétt sé að halda því til haga gagnvart hinu opinbera að greiða verði fyrir þá de facto velferðarþjónustu sem hið opinbera geri ráð fyrir að samtökin sinni og sé sinnt.
Spurt er um ábyrgð á fjáröflun og áréttar gjaldkeri að ábyrgð sé stjórnar en framkvæmd sé í höndum starfsfólks samtakanna. Það sé ekki sérstakur starfsmaður í fjáröflun en það falli fyrst og fremst undir verksvið rekstrarstjóra.
Laga- og stefnuskrárbreytingar
Engar tillögur um stefnuskrárbreytingar liggja fyrir fundinum.
Fjórar lagabreytingatillögur liggja fyrir fundinum og liggja þær fyrir fundinum rafrænt. Þær eru kynntar samtímis enda eru þær náskyldar.
Upplýst er að mistök urðu við útsendingu gagna þannig að tillögurnar séu útskýrðar sem textabreytingar við fyrirliggjandi lagagreinar. Rétt sé að verið sé að leggja til ný ákvæði við lögin. Óskað er eftir því að fundurinn samþykki að taka tillögurnar til umræðu og afgreiðslu með tilætluðum hætti í stað þess hvernig þær lágu fyrir fundinum með afbrigðum. Afbrigði eru borin upp til samþykktar af fundarstjóra og eru þau samþykkt án mótatkvæða.
Lagabreytingatillaga 1
Opnað er fyrir umræður um tillöguna. Óskað er eftir nokkrum skýringum varðandi nafn og formhliðar máls og eru þær útskýrðar. Þá er rætt efnislega tillöguna með almennum hætti. Tillagan er borin upp til atkvæða. Tillagan er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Lagabreytingatillaga 2
Opnað er fyrir umræður um tillöguna. Enginn kveður sér hljóðs um tillöguna. Er tillagan borin upp til atkvæða. Tillagan er samþykkt samhljóða.
Lagabreytingatillaga 3
Opnað er fyrir umræður um tillöguna. Enginn kveður sér hljóðs um tillöguna. Er tillagan borin upp til atkvæða. Tillagan er samþykkt samhljóða.
Lagabreytingatillaga 4
Opnað er fyrir umræður um tillöguna. Enginn kveður sér hljóðs um tillöguna. Er tillagan borin upp til atkvæða. Tillagan er samþykkt samhljóða.
Að lokinni afgreiðslu lagabreytingartillagna felur fundarstjóri stjórn fundarins til fulltrúa kjörnefndar, Alexöndru Briem.
Kjör til formanns
Eitt framboð barst til embættis formanns: Bjarndís Helga Tómasdóttir. Eru henni veittar tvær mínútur til kynningar. Skoðast hún sjálfkjörin formaður félagsins.
Kjör til stjórnar
Fimm framboð bárust til þriggja sæta til tveggja ára í stjórn félagsins: Anna Katrín Guðdísardóttir, Franz Halldór Eydal, Hannes Sasi Pálsson, Leifur Örn Gunnarsson og Jóhannes Þór Skúlason. Eru þeim veittar tvær mínútur hverju til að kynna sig.
Gengið er til atkvæða. Kjörnir í stjórn eru Hannes Sasi Pálsson, Leifur Örn Gunnarsson og Jóhannes Þór Skúlason.
Kosning í félagaráð
Óskað er eftir því að samþykkt verði með afbrigðum að bjóða megi sig fram á fundinum til félagaráðs. Afbrigði eru borin upp til samþykktar og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Gert er hlé á fundi kl. 18:40.
Fundi er fram haldið kl. 18:44.
Í framboði til félagaráðs eru Hrafnhildur Þórólfsdóttir, Ragnar Pálsson, Anna Katrín Guðdísardóttir, Sigríður Ösp Elínborgar Arnars, Matt McKenna og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson. Eru þeim veittar tvær mínútur hverju til að kynna sig.
Gengið er til atkvæða.
Gert er hlé á fundi kl. 18:54.
Fundi er fram haldið kl. 19:02.
Kjörin í félagaráð eru Hrafnhildur Þórólfsdóttir, Anna Katrín Guðdísardóttir, Sigríður Ösp Elínborgar Arnars, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson og Ragnar Pálsson. Jafntefli var á milli Ragnars Pálssonar og Matt McKenna en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka.
Kjör skoðunarmanna reikninga
Tvö framboð eru til tveggja skoðunarmanna reikninga: Guðlaugur Kristmundsson og Svanhildur Holm Valsdóttir. Teljast þau sjálfkjörin skoðunarmenn reikninga.
Afgreiðsla umsókna um hagsmunaaðild
Engin umsókn barst um hagsmunaaðild að Samtökunum ’78 milli aðalfunda.
Að loknum kosningum felur fulltrúi kjörnefndar fundarstjóra stjórn fundarins að nýju.
Önnur mál
Fundarstjóri opnar mælendaskrá.
- Formaður þakkar fyrir hönd stjórnar Kristmundi Péturssyni fráfarandi varaformanni félagsins.
- Formaður þakkar fyrir hönd stjórnar fundarstjóra og fundarritara fyrir unnin störf.
- Fulltrúi kjörstjórnar minnir á mótmæli við Vatnagarða á morgun.
Aðalfundi er slitið kl. 19:16 með ræðu nýkjörins formanns.
Fundargerð þessa ritaði Gísli Garðarsson.