Sykursalur, Grósku 21. mars kl. 17
[English below]
Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2025 verður haldinn föstudaginn 21. mars kl. 17:00 í Sykursal í Grósku. Af því tilefni hafa Samtökin opnað upplýsingasíðu, samtokin78.is/adalfundur2025 þar sem þú getur nálgast allar upplýsingar um fundinn.
Skv. nýjum lögum þá lokar kjörskrá (þau sem geta kosið á fundinum) tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Því er mikilvægt að skrá sig og greiða félagsgjöld fyrir kl. 17, þann 19. mars.
Rétt til fundarsetu hefur félagsfólk með gilt félagsskírteini sem hefur greitt félagsgjöld en greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka allra félaga Samtakanna ‘78. Ný félagsskírteini hafa verið send út en þau eru nú rafræn líkt og áður. Mikilvægt er að rétt tölvupóstfang sé skráð í gagnagrunn okkar til að félagsskírteinið rati á réttan stað en það gerirðu hér.
Það er afar hjálplegt fyrir skipuleggjendur að þú skráir þig á fundinn á aðalfundarvefnum.
Frestur til að senda inn lagabreytingar var til 21. febrúar.
Frestur til að senda inn umsókn um hagsmunaaðild var til 28. febrúar.
Frestur til að bjóða sig fram í stjórn eða félagaráð er til 14. mars (kjörnefnd framlengdi frestinn).
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins.
Túlkun og aðgengi
Fundurinn fer fram á íslensku. Óskir þú eftir túlkun á ensku skal hafa samband við skrifstofu. Hjólastólaaðgengi er í Grósku. Í ár verður sá háttur á að þau sem óska eftir táknmálstúlk hafa samband sjálf við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Samskiptamiðstöð sendir svo reikning beint á Samtökin ’78.
Lagabreytingar
Nokkrar lagabreytingatillögur hafa borist og voru þær birtar opinberlega á vef Samtakanna föstudaginn 23. febrúar. Á aðalfundi er kosið um lagabreytingar og þarf aukinn meirihluta til að samþykkja þær.
Framboð til stjórnar og félagaráðs
Framboð til stjórnar og félagaráðs verða birt á aðalfundarvef Samtakanna ‘78 laugardaginn 15. febrúar nk.
Rafræn atkvæðagreiðsla
Atkvæðagreiðsla til að kjósa í öll embætti opnar tveimur sólarhringum fyrir aðalfund á vefnum kjosa.samtokin78.is og á pappír á skrifstofu Samtakanna að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík fimmtudaginn 20. mars milli kl. 13 og 16 og milli kl. 13 og 15 á föstudag 21. mars, en svo í Sykursal milli 15.30 og 17. Athugaðu að þú þarft að hafa skráð þig í félagið og hafa greitt fyrir 19. mars kl. 17 til að hafa kosningarétt. Til þess að kjósa rafrænt þarf rafræn skilríki en til að kjósa á pappír þarftu að hafa gilt félagsskírteini og skilríki.
// Annual General Meeting 2025
Sykursalur, Grósku 21 March at 5pm
The Annual General Meeting of Samtökin ’78 in 2025 will be held on Friday 21 March at 5pm in Sykursalur in Gróska. For this reason, the organization has opened an information page, samtokin78.is/adalfundur2025, where you can access all information about the meeting.
According to new laws, the electoral register (those who can vote at the meeting) closes two days before the AGM. It is therefore important to register and pay membership fees before 5pm, on 19 March.
Members with a valid membership card who have paid membership fees have the right to attend the meeting, and payment slips have been sent to the online banking accounts of all Samtökin ‘78 members. New membership cards have been sent out, but they are now electronic, as before. It is important that the correct email address is registered in our database so that the membership card can be found in the right place, which you can do here.
It is very helpful for the organizers that you register for the meeting on the AGM website.
The deadline for submitting law amendments was February 21.
The deadline for submitting an application for organizational membership was February 28.
The deadline for running for the board or council is March 14 (the election committee has extended the deadline).
The meeting agenda is according to the organization’s statutes.
Interpretation and accessibility
The meeting will be held in Icelandic. If you require interpretation into English, please contact the office. Gróska has wheelchair access. This year, those who require a sign language interpreter will have to contact Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. The communications center will then send an invoice directly to Samtökin ’78.
Legislative amendments
Several legislative amendment proposals have been received and were published publicly on the Samtökin ’78 website on Friday, February 23. At the annual general meeting, legislative amendments are voted on and an increased majority is required to approve them.
Candidatures for the board and members’ council
Candidates for the board and members’ council will be published on the Samtökin ’78 annual general meeting website on Saturday, February 15.
Electronic voting
Voting for all offices opens two days before the annual general meeting on the website kjosa.samtokin78.is and on paper at the Samtökin ‘78 office at Suðurgata 3, 101 Reykjavík on Thursday, March 20 between 1 p.m. and 4 p.m. and between 1 p.m. and 4 p.m. on Friday 21 March, and then in Sykursalur between 3.30 p.m. and 17 p.m. Please note that you need to have registered with the organization and paid the membership fee by 19 March at 17 to have the right to vote. In order to vote electronically you need an electronic ID, but to vote on paper you need a valid membership card and ID.